Samþætting skóla- og frístundastarfs

Mynd: unsplash
Mynd: unsplash

Síðustu mánuði hefur Norðurþing unnið að samþættingu skóla- og frístundarstarf barna á Húsavík. KPMG hefur séð um verkefnastjórn og utanumhald verksins sem snertir leikskóla, grunnskóla, frístund og íþrótta-og tómstundafélög á Húsavík.

Yfirmarkmið verkefnisins er að :
  • Gera skólastarf barna á aldrinum 5 - 9 ára samþætt við íþróttir og tómstundir
  • Stuðla að auknum samvistum fjölskyldna
  • Auka þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu

Fjölskylduráð hefur fjallað um málið á fundum sínum í vetur. Nú er búið að skila lokaskýrslu um verkefnið og mun innleiðingarferlið hefjast strax vorið 2022. Skýrsla um verkefnið er nú aðgengileg á vef Norðurþings til aflestrar.

Það er afar ánægjulegt að málið sé komið á framkvæmdastig og vonir standa til að í fæðingu sé fyrirmyndarverkefni sem önnur sveitarfélög munu horfa til

Hér má lesa skýrslu um samþættingu skóla- og frístundastarfs í Norðurþingi