Fara í efni

Skráning í sumarfrístund

Skráning er nú hafinn í sumarfrístund á Húsavík.
Eins og í fyrra fer öll skráning fram í gegnum sportabler. (sportabler.com/shop/nordurthing)
Athugið að það þurfa allir að skrá sig sem ætla vera með í sumar, þó að barn sé nú þegar með vistun í frístund.
Í sumar mun sumarfrístund hafa heimahöfn í Borgarhólsskóla og munum við nýta okkur húsnæði skólans í daglegu starfi.

-          Fyrir hádegi er áhersla á frjálsan leik og má nefna að skipulagðar æfingar hjá Völsungi eru fyrir hádegi og má reikna með að mörg börn vilji nýta sér það.
Skipulagðar íþróttaæfingar verða ekki hluti af sumarfrístund líkt og hefur verið í vetur og því þarf að skrá sérstaklega í æfingar hjá íþróttafélögum. (vefur frístundar fyrir hádegi)

-          Eftir hádegi stefnt að vinnu með hópastarf með fjölbreyttri dagskrá. Vettvangsferðir af ýmsu tagi verða til staðar en þó ekki í jafn miklu mæli og fyrri ár. Fjöldi barna gerir það að verkum að við munum skipuleggja megnið af starfinu út frá skólalóð og íþróttahöll. (vefur Sumarfrístundar - frístundar eftir hádegi)

Helstu dagsetningar :

24. maí – síðasti dagur til að skrá í sumarfrístund (júní)
26. júní – síðasti dagur til að skrá í sumarfrísund (ágúst)

Opnun:

- 5.júní fyrsti dagur 
- 30.júní – síðasti dagur fyrir sumarfrí 
- 8.ágúst – fyrsti dagur eftir sumarfrí 
- 21.ágúst – síðasti dagur sumarfrístundar


Skráning í gegnum Sportabler 

Sumarfrístund – vika 1 – (5 júní - 9 júní)
Sumarfrístund – vika 2 – (12 júní - 16 júní)
Sumarfrístund – vika 3 – (19 júní - 23 júní)
Sumarfrístund – vika 4 – (26 júní - 30 júní )

Skráning er opið út miðvikudaginn 24. maí.

Lokað  3.júlí – 11.ágúst

Sumarfrístund – vika 5 – (8 ágúst - 11 ágúst)
Sumarfrístund – vika 6 – (14 ágúst - 18 ágúst)

Lokað fyrir skráningu mánudaginn 26.júní

 

Dagskrá:

Dagskrá fyrir hádegi 

Dagskrá eftir hádegi


Nánar á vef frístundar