Sóttvarnir í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hefur stjórnsýsluhúsið á Húsavík sett sér ákveðnar reglur sem gilda um starfsemina.
 
Það sem snertir helst íbúa/utanaðkomandi er eftirfarandi:
 
 
Umgangur um húsið er takmarkaður og viljum við biðja þá sem eiga erindi við okkur að hringja fyrst í síma 464 6100 og/eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann (sjá netfangalista starfsfólks) og reyna að afgreiða erindi með þeim hætti áður en kemur til þess að mæta til okkar í afgreiðsluna. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið nordurthing@nordurthing.is
 
Þeir sem koma inn í húsið (inn fyrir afgreiðslu) þurfa að bera grímu.  Bendum við á leiðbeiningar um örugga notkun skurðstofugríma.
 
Þetta er gert til að lágmarka smithættu  skjólstæðinga og starfsfólks og höfðum við til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins.
 
Allar helstu upplýsingar um covid-19 má finna á Covid.is