Fara í efni

Spennandi tækifæri á Raufarhöfn- Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga

Spennandi tækifæri á Raufarhöfn - Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga 
Raufarhöfn hefur undanfarin ár verið þátttakandi í byggðaeflingar-verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og hafa mörg skref verið stigin í uppbyggingu á svæðinu. Vegna þessarar uppbyggingar eru nú meðal annars tvö störf í boði fyrir áhugasama um uppbyggingu þorp­sins á sviði atvinnu- og samfélagsþróunar og í tengslum við náttúru­rannsóknir. Í þorpinu er nægjanlegt framboð af húsnæði, heilbrigðis-þjónusta, leik- og grunnskóli, dagvöruverslun, banki og pósthús.

Verkefnastjóri atvinnu – og samfélagsþróunar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (AÞ) í samvinnu við Norðurþing auglýsir ofangreinda stöðu lausa til umsóknar. Starfið er fjölþætt og krefst sjálf­stæðis og frumkvæðis. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og er starfsstöð viðkomandi í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Raufarhöfn.

Helstu verkefni

 • Dagleg eftirfylgni verkefna Raufarhafnar og framtíðar svo og annarra verkefna sem starfinu fylgja.
 • Sinnir upplýsingamiðlun á svæðinu, samfélagsmiðlum og vefsíðu.
 • Heldur reglulegum samskiptum við Hverfisráð Raufarhafna, fylgir verkefnum eftir og er tengiliður Norðurþings á svæðinu.
 • Aðstoðar íbúa á Raufarhöfnmeð stjórnsýsluerindi, veitir upplýsingar eftir getu og þörfum og fylgir eftir málum.
 • Sinnir upplýsingamiðlun á svæðinu, samfélagsmiðlum og vefsíðu.

Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkefnastjórnunar, viðskipta- og/eða aðra tengda menntun. Reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af atvinnu- þróun, verkefna-stjórnun og almennum rekstri.

Aðrar hæfniskröfur

 • Reynsla eða þekking á íslensku styrkjaumhverfigóður kostur.
 • Þekking á íslensku stjórnkerfi og opinberristjórnsýslu æskileg.
 • Góð færni í íslensku, bæði í tali og riti.
 • Góð tölvuhæfni og geta til að nota samfélagsmiðla í starfi.
 • Viðkomandi þarf að vera sveigjanlegur og fær í samskiptum.

Hlutverk AÞ er að kynna kosti, möguleika og tækifæri til atvinnu-starfsemi á svæðinu auk þess að standa vörð um og stuðla að
eflingu atvinnulífsins með stuðningi, ráðgjöf og upplýsingagjöf.
Nánari upplýsingar um AÞ má finna hér www.atthing.is og um Norðurþing hér www.nordurthing.is

Mikilvægt er að gera vel grein fyrir hæfni í starfið í kynningarbréfi og að skilmerkileg ferilskrá fylgi með.
Umsókn um starfið skal skila í tölvupósti til Reinhards Reynissonar, framkvæmdastjóra AÞ, reinhard@atthing.is. 
U m s ó k n a r f r e s t u r  2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 8. Allir áhugasamir hvattir til að sækja um

Nánari upplýsingar veita:

 • Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri AÞ, reinhard@atthing.is / 464-0415
 • Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, kristjanthor@nordurthing.is / 464-6100

Forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar Rifs 
Vilt þú vinna að spennandi uppbyggingarstarfi í tengslum við náttúruvísindi, alþjóðlegt samstarf og málefni norðurslóða í einstöku umhverfi?

Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf staðgengils forstöðumanns stofnunarinnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí 2018 og starfað að lágmarki fram til loka desember 2018, með möguleika á áframhaldandi ráðningu í ýmis verkefni.

Helstu verkefni

 • Daglegur rekstur, fjármál og reikningsskil í umboði stjórnar Rifs.
 • Sinnir faglegri ráðgjöf við styrkjaumsóknir og atvinnu- og byggðaþróun á svæðinu frá Raufarhöfn til Bakkafjarðar.
 • Framgangur stefnumála stofnunarinnar og annarra verkefna sem stjórn ákvarðar hverju sinni.
 • Aðrar hæfniskröfur
 • Reynsla eða þekking á íslensku styrkjaumhverfi góður kostur.

Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði náttúru- og/eða umhverfisfræði. Reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af rannsóknum, verkefnastjórnun og almennum rekstri, er kostur. 

Aðrar hæfniskröfur

 • Góð tölvuhæfni og geta til að nota samfélagsmiðla í starfi.
 • Kynningarmál, fræðsla, samskipti við samstarfsaðila og framkvæmd einstakra verkefna.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti.
 • Viðkomandi þarf að vera sveigjan­legur og fær í samskiptum.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og agi í vinnubrögðum.

Rannsóknastöðin vinnur að uppbyggingu og eflingu rannsókna á Melrakkasléttu og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum.
Nánari upplýsingar um starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs má finna á w w w . r i f r e s e a r c h . i s

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ferilskrá með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt nöfnum, símanúmerum og netföngum tveggja umsagnaraðila. Umsóknir skulu berast á netfangið,
r i f @ r i f r e s e a r c h . i s
U m s ó k n a r f r e s t u r  2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 8. Allir áhugasamir hvattir til að sækja um

Nánari upplýsingar veita:

 • Jónína Sigríður Þorláksdóttir, forstöðumaður j o n i n a @ r i f r e s e a r c h . i s / s: 856 9500
 • Þorkell Lindberg Þórarinsson, stjórnarformaður l i n d i @ n n a . i s / s: 464 5110