Störf laus til umsóknar - Matráður - Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti

mynd/Norðurþing
mynd/Norðurþing

Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Matráður og aðstoðarmatráðar munu starfa sem undirmenn yfirmatráðar sem mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla.  Eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.

Fjögur störf í skólamötuneyti Húsavíkur eru nú laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi:

  • Matráður (100%)
  • Aðstoðarmatráður (75%)
  • Aðstoðarmatráður (75%)
  • Aðstoðarmatráður (50 %)

Starfslýsing - Matráður

Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja öflugt og metnaðarfullt skólamötuneyti í samvinnu við yfirmatráð, skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur sterka og faglega sýn á starfsemi skólamötuneyta. Matráður mun, undir stjórn yfirmatráðs, hafa umsjón með eldhúsi, sjá um matseld og bakstur, skipuleggja matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum ásamt því að hafa umsjón með þrifum. Matráður mun bera ábyrgð á fjármunum með öðrum og vera staðgengill yfirmatráðs. Gerð er krafa um mikla reynslu á þessu sviði. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsreynsla í mötuneytiseldhúsi
  • Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
  • Reynsla af stjórnun í  mötuneytiseldhúsi er æskileg
  • Matartækninám er æskilegt

 

Starfslýsing – Aðstoðarmatráðar

Leitað er að einstaklingum sem hafa metnað og býr yfir hæfni til að vinna í öflugu skólamötuneyti að metnaðarfullu starfi þess í samstarfi við yfirmatráð, matráð, skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur. Aðstoðarmatráðar starfa í mötuneytinu við matargerð og þrif og vinna sjálfstætt eftir fyrirmælum yfirmatráðs við bakstur og matargerð.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsreynsla í mötuneytiseldhúsi
  • Mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

 

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2020.

Umsóknum skal skilað með tölvupósti til fræðslufulltrúa Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi miklum og sköpunarkrafti manns og náttúru.