Fara í efni

Sumarfrístund á Húsavík 2023

Undirbúningur sumarfrístundar á Húsavík er í fullum gangi.
Starfið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Frístund verður opin virka daga frá 8-12 og frá 13-16 (lokað er í hádeginu).
Skráning er ekki hafinn en verður auglýst þegar nær dregur

Stefnan er að vera með skipulagt hópastarf eftir hádegi og því ætti að henta vel fyrir önnur íþrótta- og tómstundafélög að vera með skipulagt starf og æfingar fyrir hádegi. Til dæmis má nefna að Völsungur hefur sett stefnuna á að vera með æfingar fyrir yngstu iðkendur fyrir hádegi.

Samþættingarverkefni íþrótta við skólastarf hefur verið í vetur og gengið mjög vel. Í sumar verða íþróttafélög með æfingar á sínum eigin vegum án þess að starfið sé fléttað inní frístundastarf með beinum hætti. Það er að segja, skráning í aðrar íþróttir og tómstundir fara fram hjá viðkomandi félögum.


Helstu dagsetningar:

  • 5.júní er fyrsti dagur sumarfrístundar
  • 30.júní er síðasti dagur fyrir sumarfrí

Frístund er lokuð 3.júlí – 4.ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna

  • 8.ágúst er fyrsti dagur eftir sumarfrí
  • 21.ágúst er síðasti dagur sumarfrístundar (með fyrirvara um samþykkt skóladagatals)


Skipulagning og undirbúningur er enn í fullum gangi og verða frekari upplýsingar birtar þegar nær dregur.