Fara í efni

Sumarlestur 2023!

Nú er að hefjast SUMARLESTUR fyrir börn á grunnskólaaldri á bókasöfnunum í Norðurþingi!

Við hvetjum alla krakka til að taka þátt í þessum skemmtilega leik á vegum bókasafnanna.

Sumarlestur verður dagana:
8. júní - 12. júlí á bókasafninu á Húsavík
7. júní - 12. júlí á bókasafninu á Kópaskeri
19. júní - 13. júlí á bókasafninu á Raufarhöfn

Safnaðu stimplum og þú getur átt möguleika á vinning.
Fyrir hverja heimsókn á bókasafnið færðu einn stimpil. Eftir tvo stimpla ferðu í pott og getur unnið veglega vinninga. Þú mátt setja eins mörg stimpilkort í pottinn og þú getur.
Opnun fyrir sumarlesturinn verður á bókasafninu á Húsavík 8. júní og þar geta þáttakendur föndrað falleg bókamerki og fengið aðstoð við skráningu.
Dregið verður úr stimpilkortum við skemmtilega athöfn á bókasöfnunum á Húsavík og Kópaskeri 12. júlí og á bókasafninu á Raufarhöfn 13. júlí.


Skráið ykkur hér!