Tilboð í snjómokstur innan þéttbýlis Húsavíkur

mynd/norðurþing
mynd/norðurþing

Sveitarfélagið Norðurþing óskar eftir tilboðum í snjómokstur innan þéttbýlis Húsavíkur 2020-2022.

Þéttbýlinu verður skipt í tvo hluta og fer skiptingin fram um Búðarárgil. Getur sami verktaki sent inn aðskilin tilboð í báða bæjarhluta en einungis fengið samning um snjómokstur annars hlutans.

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti frá og með mánudeginum 29. júní 2020. Óska skal eftir útboðsgögnum með því að senda beiðni um slíkt á netfangið rab@verkis.is. Í þeirri beiðni skal koma fram nafn fyrirtækis sem óskar eftir gögnum ásamt síma og netfangi forsvarsmanns.