Tilkynning til íbúa vegna framkvæmda við Garðarsbraut

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við Garðarsbraut, fyrir framan Naustið.

Um er að ræða endurnýjun gangstétta, tenging snjóbræðslukerfis og annar yfirborðsfrágangur ásamt lagfæringu gangbrautarlýsingar við nærliggjandi gangbrautir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði að mestu lokið fyrir Mærudaga og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings