Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2020 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss við Lón í Kelduhverfi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitir A, B, og F stækka og svæði undir setttjarnir norðan byggingarreits B minnkar lítillega. Skilgreindir eru byggingarskilmálar fyrir hvern byggingarreit. Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A3.

Breytingartillaga þessi er nú til kynningar hér á vef Norðurþings auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri.  Kynningartími skipulagsins er 8. október til 19. nóvember 2020.

Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 19 nóvember 2020. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is).

Hér má skoða tengil á tillögu að breytingunni