Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skólasvæði á Húsavík í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2023 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði á Húsavík skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 5 ha. að flatarmáli og er tilgangur skipulagsins að ákvarða uppbyggingarmöguleika á svæðinu til framtíðar. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja skólasvæðið þannig að mögulegt verði að byggja við íþróttahöllina og Borgarhólsskóla ásamt því að byggja nýbyggingu austan framhaldsskólans. Lóðir eru afmarkaðar og skilmálar settir hvað varðar viðbyggingar við hús á svæðinu. Þá er gert ráð fyrir möguleika á tengibyggingu undir yfirborði á milli Borgarhólsskóla og fyrirhugaðrar viðbyggingar við íþróttahöllina.

Tillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 20. apríl til 2. júní 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við tillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 2. júní 2023. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is

Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði á Húsavík

Hér má lesa greinargerð vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði á Húsavík

 

Húsavík, 14. apríl 2023
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings