Tillaga að deiliskipulagi á Höfða

Tillaga að deiliskipulagi  athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings, samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2021 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði A2 að Höfða á Húsavík. Deiliskipulagssvæðið er 8,1 ha. að flatarmáli. Svæðið er að miklu leiti byggt, en hefur breyst talsvert á undanförnum árum vegna nýrra vegtenginga. Ennfremur hafa olíudreifingarfyrirtæki fjarlægt sín mannvirki og skilað inn lóðum. Því þarf að endurskoða lóðarmörk lóða fremst á höfðanum og endurskilgreina byggingarreiti. Breytingar á legu gatna fela einnig í sér möguleika á að útbúa tvær nýjar lóðir syðst á skipulagssvæðinu.

Tillagan er sett fram sem greinargerð í blaðstærð A4 og uppdráttur í blaðstærð A1.
Greinargerð má nálgast hér
Uppdrátt má nálgast hér

Tillaga þessi er nú til kynningar hér á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 4. október til 15. nóvember 2021. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við tillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir mánudaginn 15. nóvember 2021. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is

Húsavík, 27. september 2021
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings