Tímabundin lokun á gervigrasvelli

Vegna bilunar í dælubúnaði hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings tekið ákvörðun um að loka gervigrasvellinum á Húsavík tímabundið. Ákvörðunin er tekin með það fyrir augum að hlífa vellinum og koma í veg fyrir skemmdir. Vegna áðurnefndar bilunar og mikils kulda er völlurinn ónothæfur og ekki óhætt fyrir völlinn né iðkendur að æfa þar sem stendur. Bilunin er þess eðlis að dæla í borholu bilaði og smíða þurfti nýja dælu sem er væntanleg til landsins í lok febrúar. Mögulega verður völlurinn opnaður fyrr ef hlýnar í veðri og klaki fer af vellinum.

Kjartan Páll Þórarinsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings