Veiðidagar til umsóknar

mynd/lax-a.is
mynd/lax-a.is
Vegna COVID-19 er aðsókn í Litluárvötn minni en reiknað var með og því er eigendum heimilt að nýta 10% af veiðidögum ársins án endurgjalds.
Norðurþing hefur til ráðstöfunar 10 stangir til veiða í ánni í sumar og er íbúum Norðurþings boðið að senda inn ósk um veiðidaga í samræmi við bókun byggðarráðs í gær.
Veiðifyrirkomulagið er veiða-sleppa og einungis er um fluguveiði að ræða.
Umsóknir sendist á netfangið nordurthing@nordurthing.is með efnisheitinu „Ósk um veiðidaga“ og er veiðin endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.
Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 30. júní nk. og verður dregið úr innsendum umsóknum á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 2. júlí verði þær fleiri en þær stangir sem eru í boði.
Umsækjendur fá frekari upplýsingar um nýtingu veiðidaganna að loknum umsóknarfresti en hægt er að sjá lausa veiðidaga á www.veiditorg.is