Fara í efni

Stöndum í þessu saman!

Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðla til íbúa að huga betur að flokkun heimilissorps.

Verum dugleg að flokka endurvinnanlegt hráefni frá sorpinu og koma til endurvinnslu. Flokkum lífrænan úrgang frá og setjum í viðeigandi tunnu. Með því tekst okkur að draga úr því magni sem fer til urðunar, draga úr kostnaði og spara auðlindir, umhverfinu til hagsbóta.

Við minnum á:
  • Að svartir/gráir eða ógagnsæir pokar eru einungis undir almennt sorp.
  • Að raftæki og rafhlöður eiga ekki heima í almennu sorpi. Sérstök box fyrir rafhlöður má nálgast hjá Íslenska gámafélaginu sem síðan er hægt að skila til flestra verslana til endurvinnslu. 
  • Að fatnaður á ekki heima í endurvinnslutunnum, honum er hægt að skila í Rauða kross gáma til endurvinnslu.
  • Að vera dugleg að skola og þurrka allar fernur sem fara til endurvinnslu, ef fullar fernur lenda í endurvinnslutunnu geta þær leitt til þess að allur pappinn sem fer í sorpbílinn verður óendurvinnanlegur. 
  • Að taka allan lífrænan úrgang úr umbúðum áður en hann fer í tunnuna. Lífrænum úrgangi er umbreytt í moltu og t.d. nýttur í landgræðslu og því mikilvægt að umbúðir úr plasti, gleri eða járni fari ekki með.

Við hvetjum íbúa til að kynna sér handbókina um flokkun sorps. Hugsum áður en við hendum. 

Hér má finna handbók fyrir flokkun sorps á Húsavík og í Reykjahverfi

Hér má finna handbók fyrir flokkun sorps á austursvæði Norðurþings