Sorphirða: Spurt og svarað
Samnýtum ílát við heimahús og lækkum kostnað hvers og eins.
Hvernig virkar samnýting íláta?
Íbúðaeigendur í húsum með tveim eða fleiri íbúðum geta samnýtt ílát og þannig fækkað heildarfjölda íláta og lækkað kostnað.
Samnýting á við um fjölbýli, blokkir og raðhús.
Einfaldasta leiðin er að samnýta 4 tunnur eða ker.
Þetta geta verið 140, 240 og 360 lítra tunnur auk 660 lítra kera.
Þá er einnig í boði að hafa fleiri en eitt ílát undir hvern úrgangsflokk ef það hentar viðkomandi húsi.
Hvernig óskum við eftir samnýtingu íláta?
Frá og með 1. október 2025 eru öll ílát sem í notkun skráð á viðkomandi íbúðanúmer.
Íbúðareigendur í fjölbýli geta óskað eftir að íbúðir þeirra séu skráðar í samnýtingu, eða svokallað sorpgerði.
Hér má senda inn upplýsingar um samnýtingu
Hér má óska eftir ráðgjöf varðandi samnýtingu
Hvað er sorpgerði?
Íbúar t.d. í blokkum eða fjölbýlum geta komið sér saman um að samnýta sorpílát og látið setj aupp sorðgerði. Þessar íbúðir verða að vera í sama húsi eða í húsum sem standa öll á einni sameiginlegri lóð
Hvernig er kostnaði skipt við samnýtingu íláta?
Þar sem íbúar kjósa að samnýta ílát er breytilegum heildarkostnaði og þar með innheimtu skiðt niður á íbúðir eftir hlutfallslegri fermetra stærð íbúða
Losun sorps og eftirlit
Er eftirlit með því hvað er sett í tunnurnar við heimahús?
Mikilvægt er að úrgangur skili sér í réttar tunnur. Samkvæmt lögum er skylda að flokka eftirfarandi flokka:
pappír, plast, matarleifar, gler, málma, textíl, spilliefni og lyf.
Óheimilt er að setja flöskur og dósir, garðaúrgang, jarðveg og málma í tunnur við heimili
Starfsfólk við sorphirðu sinnir ákveðnu eftirliti með hvort það hafi verið flokkað rétt og upp koma mál um endurtekna eða yfirgripsmikla ranga flokkun er tunnan ekki losuð, þar til gerður límmiði settur á viðkomandi ílát og skrifstofu Norðurþings tilkynnt um málið.
Viðkomandi getur síðan endurflokkað í tunnuna sem verður losuð samkvæmt næst samkvæmt sorphirðudagatali eða haft samband við skrifstofu Norðurþings og óskað eftir að tunnan sé losuð á sinn kostnað og þá er greitt samkvæmt gjaldskrá.
Hvað gerist ef losunaraðili kemst ekki að tunnum til að losa?
Ef ekki er hægt að losa ílát við heimahús vegna hindrana af völdum íbúðareiganda, gesta þeirra eða t.d. vegna fannfergis er losun sleppt.
Íbúar geta óskað eftir aukaferð til losunar og þá er greitt fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá Norðurþings.
Annars er tunnan losuð við næstu losun samkvæmt sorphirðudagatali.
Fyrirkomulag innheimtu
Hvað er fast gjald og breytilegt gjald?
Fast gjald er ákveðin upphæð sem leggst jafnt á allar íbúðir í sveitarfélaginu og skal standa undir kostnaði við rekstur málaflokksins og sameiginlegum kostnaði sem leggst þvert á sveitarfélagið. Svo sem almenn umsýsla, hirða á almannafæri, við göngustíga, með fram vegum o.s.frv. og í raun að halda á ársgrundvelli sameiginlegum svæðum innan sveitarfélagsins snyrtilegum. Þetta gjald má að hámarki vera 25% af árlegri innheimtu málaflokksins
Breytilegt gjald er gjald sem tekið er fyrir þá þjónustu sem íbúðareigendur geta haft áhrif á með vali sínu á ílátum, með samnýtingu íláta eða þegar óskað er eftir umframþjónustu sem í boði er.
Flokkun og flokkar úrgangs við heimahús
Plast - Hvað fer í ílát við heimahús undir plast?
Einungis hreint plast fer í plasttunnuna, bæði mjúkt og hart.
Mjúkt plast er til dæmis plastpokar, plastfilma og bóluplast.
Hart plast er til að mynda plastbakkar og brúsar og önnur plastílát af ýmsu
tagi undan hreinsiefnum og matvöru.
Hreinsa þarf eins og hægt er allar matar- og efnaleifar af plastinu
og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna.
Mikilvægt er að skila frauðplasti ekki í plasttunnu við heimahús né á í grennargáma heldur
fara með á móttökustöð.
Allar nánari upplýsingar um flokkun má finna hér
Pappír - Hvað fer í ílát við heimahús undir pappír?
Í pappírstunnuna má setja fimm flokka af pappír og pappa. Þeir eru:
Bylgjupappi, s.s. pítsukassar, skókassar og aðrir pappakassar. Bylgjupappi þekkist af því að þegar hann er rifin sést á sárinu að hann er tvöfaldur með bylgjulaga pappa í miðjunni.
Dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur. Allt sem kemur inn um bréfalúguna. Einnig bækur. Límrönd og plastgluggar mega fara með umslögunum, þarf ekki að rífa af.
Fernur, eins og undan mjólk, ávaxtasafa og rjóma. Plasttappi, sem oft er settur í fernur til að auðvelda notkun þeirra og verja innihaldið, má vera á fernum. Ál- og plastfilmur innan í fernum draga ekki úr endurvinnsluhæfni þeirra.
Skrifstofupappír. Bæði litaður og hvítur ljósritunar- og prentarapappír.
Umbúðapappír og pappi s.s. pakkar undan morgunkorni, eggjabakkar og kexpakkar. Gjafapappír má einnig fara í bláu tunnuna.
Allar nánari upplýsingar um flokkun má finna hér
Matarleifar / lífrænn úrgangur - Hvað fer í ílát við heimahús undir matarleifar og lífrænan úrgang?
Í tunnuna undir matarleifar fer lífrænn úrgangur og ýmislegt annað sem hægt er að endurvinna með honum.
Til dæmis: Matarleifar - þar með talin bein, ávextir og grænmeti, brauð og kökur, kaffikorgur og tepokar úr pappír, filter úr kaffivélum, eldhúspappír og ólitaðar servíettur, afskorin blóm og plöntur.
Dæmi um það sem ekki má fara í tunnuna undir matarleifar er: Tyggjó, lyf, dýraúrgangur og kattasandur
Allar nánari upplýsingar um flokkun má finna hér
Blandaður úrgangur - Hvað fer í ílát við heimahús undir pappír?
Í tunnuna undir blandaðan úrgang fer almennur blandaður úrgangur frá heimilum. Til dæmis: Ryksugupokar, einnota bleyjur, einnota dömubindi, blautklútar og margt annað.
Það sem hins vegar má alls ekki fara í tunnuna er til dæmis (Ath. að listinn er ekki tæmandi: Matarleifar, endurvinnanlegur pappír eða plast, textíl, dósir eða flöskur með skilagjaldi, garðaúrgangur, timbur, rafmagnstæki, rafhlöður né annað spilliefni og sérstaklega ekki lyf.)
Allar nánari upplýsingar um flokkun má finna hér
Má ég afþakka að flokka eða safna ákveðnum úrgangi við heimahús?
Með lögum um hringrásarhagkerfi varð öllum skylt að flokka úrgang sinn og setja upp tunnur innan
lóðar fyrir a.m.k. fjóra flokka, þ.e. pappír, plast, matarleifar og blandaðan úrgang.
Sorpílát
Hvaða ílát eru í boði og hvert er ummál þeirra
Hér má sjá yfirlit yfir þau sorpílát sem eru í boði
Athugið að matarleifum er aldrei safnað í stærra ílát en 240L tunnu nema um yfirborðsgáma úr járni sé að ræða.
Vegna stálgáma og annarra stærri yfirborðsgáma er best að óska eftir samtali eða fá ráðgjafa i heimsókn. Hafið sambandi við skrifstofu Norðurþings gegnum nordurthing@nordurthing.is eða í síma 464 6100
Hvað geri ég ef ílátið mitt er brotið eða bilað?
Ef ílátið hefur orðið fyrir tjóni, t.d. brotið lok, dekk eða á einhvern annan hátt sem kemur í veg fyrir að ílátið virki sem skildi er hægt að fylla út viðkomandi eyðublað, sjá hér.
Athugið að hver og einn íbúðareigandi ber ábyrgð á að halda ílátum hreinum og snyrtilegum og óhreint ílát er ekki gild ástæða til útskipta.
Hvað verður um úrganginn okkar?
Hvað verður um blandaðan úrgang?
Því miður verður blandaður úrgangur áfram urðaður þó leitað sé annarra farvega og leiða.
Flokkum úrgang sem allra best í aðra flokka og drögum á þann hátt úr magni úrgangs til urðunar.
Hvað verður um ýmsan annan úrgang?
Bylgjupappi og sléttur pappi ............. Flutt úr landi
Dagblöð, tímarit og almennur pappír... Flutt til Moltu í Eyjafjarðarsveit og notað í stoðefni við jarðgerð
Drykkjarfernur ................................ Flutt úr landi
Plast................................................ Flutt úr landi til flokkunnar og endurvinnslu eða brennt til orkunýtingar
Málmur............................................ Flutt úr landi
Gler................................................. Flutt til þar til gerðra aðila og endurunnið sem fylliefni
Rafhlöður........................................ Flutt úr landi
Kertaafgangar................................ Flutt til Plastsmiðjunnar Bjargs á Akureyri til endurvinnslu í kerti
Matarolía og steikingarfeiti.............. Flutt til Orkeyjar á Akureyri til framleiðslu á lífdísil
Textíll og fatnaður............................ Flutt úr landi
Hættulegur úrgangur........................ Afar misjafnt - Brennt eða flutt úr landi til endurvinnslu eða eyðingar