Fara í efni

Auglýst er eftir deildarstjóra á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli í Lundi Öxarfirði, óskar eftir að ráða deildarstjóra við leikskóladeildina í Lundi frá og með 1.ágúst næstkomandi. Skólinn er í fallegu umhverfi með náttúrulegum gróðri sem leikskólinn nýtir mikið til útivistar.

Í Öxarfjarðarskóla eru rúmlega 30 grunnskólanemendur og 20 leikskólabörn. Leikskólinn er staðsettur inni í skóla og er mikið samstarf milli leik- og grunnskóla s.s. samsöngur, íþróttir, stærðfræði og myndmennt. Leikskólinn starfar eftir uppeldisstefnu Jákvæðs aga og er í samstarfi við grunnskólann um verkefnið „Brúum bilið“ þar sem markmiðið er að skapa samfellu í starfi skólana og að börnunum líði vel þegar þau flytjast á milli skólastiga. Þá eru einnig aðferðir Byrjendalæsis nýttar í samstarfi leik- og grunnskóla. Útileiksvæði leikskólans er nýlega uppgert.

Helstu markmið leikskólans eru:

  • Að auka hreyfingu barnanna og þau læri að njóta hennar
  • Að börnin kynnist og læri að virða náttúruna og umhverfi sitt, og njóta hvorutveggja
  • Að efla félagsfærni barnanna

Við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla starfar metnaðarfullur hópur fólks og hefur starfsmannahald verið stöðugt undanfarin ár.
Um 100% stöðu er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og jákvæðni
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á vef KÍ og skólanámskrá
  • Vinna í nánu samstarfi við leik-og grunnskólastjóra
  • Fagleg forysta og stjórnun deildarinnar
  • Skipulagning og mat á starfi deildarinnar
  • Foreldrasamstarf


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 22.apríl 2023.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila með tölvupósti til skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra, Hrund Ásgeirsdóttur í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is