Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir umsjónarkennara

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik- og grunnskóli. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Einnig er samstarf við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn. Nemendum grunnskólans er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Skólinn hefur verið í samstarfi við félag eldri borgara á Raufarhöfn. Haustið 2023 verða 7 nemendur í Grunnskóla Raufarhafnar í 1. – 10.bekk.

Staða umsjónarkennara er laus til umsóknar í 100% starf.

Starfslýsing
Leitað er að fjölhæfum kennara sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við skólastjóra, foreldra og nemendur. Jafnframt að styrkja stöðu skólans í nærumhverfinu með samstarfi við Öxarfjarðarskóla og aðrar stofnanir.
Óskað er sérstaklega eftir kennara sem er áreiðanlegur, hefur leiðtogahæfni, sýnir frumkvæði, er ábyrgur, skapandi, sveigjanlegur og lausnamiðaður.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennsluréttindi - leyfisbréf
• Kennslureynsla af samkennslu árganga er nauðsynleg.
• Mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
• Sjálfstæði, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg

 

Umsóknarfrestur er til og með 15.maí.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila með tölvupósti til skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra, Hrund Ásgeirsdóttur í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is