Laus sumarstörf við sundlaugina í Lundi í Öxarfirði

Norðurþing auglýsir eftir sumarstarfsfólki við sundlaugina í Lundi í Öxarfirði

Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi.
Laugin er opin frá byrjun júní og út ágúst.

Starfið felst m.a. í
- móttöku og vöktun laugar
- afgreiðslustörfum
- þrifum lóðar og laugar

Hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur og þarf að standast hæfnipróf sundstað
- búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og góðri þjónustulund.
- hreint sakavottorð skv ákvæði æskulýðslaga

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2023
Nánari upplýsingar gefur Kjartan Páll Þórarinsson í gegnum netfangið kjartan@nordurthing.is eða síma 464-6100

Sótt er um á rafrænu eyðublaði hér