Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

70. fundur 21. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Erindi frá Andra Rúnarssyni og Dönu Ruth Hansen.

Málsnúmer 201303011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Andra Rúnarssyni og Dönu Ruth Hansen Bæjarráð hefur farið yfir erindi bréfritara og felur fjármálastjóra að svara erindinu í samræmi við þær reglur sem um málið gilda og í samræmi við uppkast að svarbréfi sem lagt var fyrir fundinn. Gunnlaugur vék af fundi undir þessum lið.

2.Atvinnuveganefnd Alþingis, 634. mál til umsagnar

Málsnúmer 201303046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu - samræming reglna um vatnsréttindi, 634. mál. Erindið lagt fram til kynningar.

3.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 109. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð aukafundar Eyþings sem fram fór í Hofi þann 12. febrúar s.l. ásamt fylgiskjali sem er sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2013. Lagt fram til kynningar.

5.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalbjörgu Birgisdóttur

Málsnúmer 201303045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur frá Sýslumanninum á Húsavík beiðni um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalbjörgu Birgisdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu heimagistinga. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfisveitinguna fjalla geri slíkt hið sama.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni fyrir Sölku kaffihús

Málsnúmer 201303040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur frá Sýslumanninum á Húsavík beiðni um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni fyrir Sölku kaffihús til sölu veitingu veitinga að Garðarsbraut 7, 640 Húsavík, áður BAKKA - Café. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfisveitinguna fjalla geri slíkt hið sama.

7.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingólfi Hjaltalín fyrir Vísi gistiheimili

Málsnúmer 201303044Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur frá Sýslumanninum á Húsavík beiðni um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingólfi Hjaltalín f.h. Vísis hf., um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar á Vísir gistiheimili að Garðarsbraut 14, 640 Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfisveitinguna fjalla geri slíkt hið sama.

Fundi slitið - kl. 18:00.