Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

50. fundur 27. júlí 2012 kl. 15:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Dúi Björgvinsson varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.145. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201207039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 145. Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Mál varðandi stóriðju á Bakka

Málsnúmer 201012092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um kostnaðarþátttöku Norðurþings vegna fornleifarannsókna á Bakka. Áætlaður kostnaður Fornleifastofnunar er um 5,6 m.kr. án vsk vegna rannsóknanna og annar kostnaður er upp á 1,4 mkr. Bæjarráð samþykkir fjárheimild að upphæð um 7 mkr. til verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 16:00.