Bæjarráð Norðurþings

129. fundur 29. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Olga Gísladóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

201501042

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundarboð á landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga.
XXIX. landþing Samband íslenskra sveitarfélaga fer fram í Salnum í Kópavogi þann 17. apríl n.k.

Lagt fram til kynningar.

2.Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði

201501036

Fyrir bæjarráði liggur fyrir erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en þar kemur fram að Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra var falið að hefja viðræður við eigendur Gullmola ehf., um samstarfssamning sem felur í sér sölu á eigninni að Höfða 9 á Húsavík.
Fyrir fundinn liggja drög að staðfestingu á samstarfssamningi.
Bæjarráð samþykkir að gera samstarfssamning við Gullmola ehf. f.h. Curio ehf. um að auka og styrkja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík. Markmið samstarfssamningsins mun fela í sér að fyrirtækin flytja hluta af starfsemi sinni til Húsavíkur til frekari uppbyggingar. Unnið verði að fjölgun heilsársstarfa. Til að þetta megi gerast mun sveitarfélagið Norðurþing selja Gullmolum ehf. húseign sína að Höfða 9 undir starfsemi fyrirtækisins. Húseignin að Höfða 9 hentar sérstaklega vel í þessu tilliti ásamt því að á lóðinni er byggingarréttur sem tryggir áform félagsins um frekari uppbyggingu.

Curio ehf. hóf hefðbundna vélaframleiðslu árið 1994 en einbeitir sér nú að smíði fiskvinnsluvéla fyrir hausningu, flökun og roðflettingu. Fyrirtækið kom með nýja vélalínu fyrir fiskvinnslur árið 2008 sem vel hefur gengið að selja. Eigendur Gullmola ehf. sem á Curio ehf. eru hjónin Elliði Hreinsson og Sólveig Jóhannesdóttir. Félagið er í dag með starfsstöð í Hafnafirði, á Húsavík og í Skotlandi. Starfsmenn félagsins eru 30 talsins, 24 á Íslandi og 6 í Skotlandi.


Kaupverð eignarinnar er 26 mkr. sem staðgreiðist við undirritun samstarfs- og kaupsamning.Bæjarráð veitir Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

3.Fyrirspurn varðandi samning Skothúss við Norðurþings

201501059

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá stjórn Skotfélags Húsavíkur þar sem óskað er eftir að bæjarfélagið kaupi upp eftirstöðvar af 6 ára samningi sem gerður var við félagið árið 2013. Eftirstöðvar samnings eru um 2 mkr.
Bæjarráð vísar erindinu til afgeiðslu æskulýðs- og íþróttanefndar.

4.Minningarsjóður Herdísar Birgisdóttur og Sigurðar Hallmarssonar

201501060

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað vegna stofnunar styrktarsjóðs til minningar um Sigðurð Hallmarsson og Herdísi Kristínu Birgisdóttur.
Bæjarráð fjallaði með jákvæðum hætti um erindið en vísar því til fræðslu- og menningarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:15.