Fara í efni

Fyrirspurn varðandi samning Skothúss við Norðurþings

Málsnúmer 201501059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 129. fundur - 29.01.2015

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá stjórn Skotfélags Húsavíkur þar sem óskað er eftir að bæjarfélagið kaupi upp eftirstöðvar af 6 ára samningi sem gerður var við félagið árið 2013. Eftirstöðvar samnings eru um 2 mkr.
Bæjarráð vísar erindinu til afgeiðslu æskulýðs- og íþróttanefndar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Tómstunda- og æskulýðsnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu. Ekki er gert ráð fyrir því fjármagni sem óskað er eftir í fjárhagsáætlun Tómstunda- og æskulýðsnefndar fyrir árið 2015.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd er tilbúin að taka málið upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40. fundur - 14.04.2015

Tómstunda og æskulýðsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ræða við fulltrúa SH.