Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

161. fundur 10. desember 2015 kl. 16:00 - 17:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson Ritari
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarsom Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fasteignagjöld 2016

Málsnúmer 201512019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um hvernig innheimta skuli fasteignagjöld af húsnæði sem notað er undir gististarfsemi en skráð er sem íbúðar- eða frístundahúsnæði
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en þó verði að lágmarki gjaldtekið 4 mánuði á ári.

2.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð frá 177. fundi heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
Fundargerðin er lögð fram

3.Umsókn um brennur - Húsavík

Málsnúmer 201511105Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til umsagnar umsókn um brennur og skoteldasýningar um áramót og á þrettándanum.
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

4.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016.

Málsnúmer 201512005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem ókað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2016
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 100.000,- á árinu 2016.

5.Fasteignafélag HN ehf - leiga húsnæðis

Málsnúmer 201512018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur Fasteignafélags HN ehf frá árinu 2014 og leigusamningur vegna fasteignarinnar Aðalbrautar 2 á Raufarhöfn sem rennur út um nk. áramót.
Bæjarráð leggur áherslu á að finna sem fyrst aðila til að halda áfram hótelrekstri í Aðalbraut 2 á Raufarhöfn og felur bæjarstjóra að leita leiða til þess að af því verði.

6.Örlygur H. Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur og Veitingahússins Naustsins gerir tilboð í 60 prósenta hlut Norðurþings í Höfða 24c

Málsnúmer 201511025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignafélagi Húsavíkur ehf í fasteignina Höfða 24c. Málið var fyrst lagt fyrir 158. fund bæjarráðs og var afstöðu til erindis tilboðsgjafa frestað þá.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu

Fundi slitið - kl. 17:40.