Fara í efni

Örlygur H. Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur og Veitingahússins Naustsins gerir tilboð í 60 prósenta hlut Norðurþings í Höfða 24c

Málsnúmer 201511025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 158. fundur - 12.11.2015

Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignafélagi Húsavíkur ehf í fasteignina Höfða 24c
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með 40% meðeiganda fasteignarinnar að Höfða 24c, Leikfélagi Húsavíkur, þar sem farið verður yfir framtíðaráform í húsnæðismálum félagsins. Jafnframt verði komið á sameiginlegum fundi húseigenda með tilboðsgjafa. Einnig er bæjarstjóra falið að láta verðmeta eignina. Afstöðu til erindis tilboðsgjafa er frestað.

Bæjarráð Norðurþings - 161. fundur - 10.12.2015

Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Fasteignafélagi Húsavíkur ehf í fasteignina Höfða 24c. Málið var fyrst lagt fyrir 158. fund bæjarráðs og var afstöðu til erindis tilboðsgjafa frestað þá.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu

Bæjarráð Norðurþings - 164. fundur - 15.01.2016

Fyrir bæjarráð liggur greinagerð frá bæjarstjóra og slökkvistjóra um málefni Höfða 24c
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

Bæjarráð Norðurþings - 165. fundur - 22.01.2016

Fyrir bæjarráði liggur samþykki Fasteignafélags Húsavíkur á gagntilboði Norðurþings og Leikfélags Húsavíkur í fasteignina að Höfða 24c, upp á 15.000.000,-kr.
Bæjarráð staðfestir sölu á fasteigninni Höfða 24c.