Bæjarráð Norðurþings

164. fundur 15. janúar 2016 kl. 08:15 - 09:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson Ritari
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Framlenging ákvæðis um B-gatnagerðargjald

201601018

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samþykkt frumvarps innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds
Lagt fram til kynningar og bréfinu vísað til framkvæmda- og hafnanefndar

2.Málefni Höfða 24c

201511025

Fyrir bæjarráð liggur greinagerð frá bæjarstjóra og slökkvistjóra um málefni Höfða 24c
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

3.Málefni Hótels Norðurljósa

201601009

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá db Erlings Thoroddsen um uppgjör vegna afhendingu á Hótel Norðurljósum til sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að leigja hótelið til haustsins og vinna í sölumálum þess þangað til þá.

Fundi slitið - kl. 09:40.