Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

165. fundur 22. janúar 2016 kl. 08:15 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Sif Jóhannesdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Brothættar byggðir - íbúaþing í Öxarfirði

Málsnúmer 201601068Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir kom inn á fundinn og kynnti frumniðurstöður fundarins sem haldinn var í Lundi sl. helgi. Jafnframt voru næstu skref í málinu kynnt fyrir bæjarráðsmönnum.
Bæjarráð þakkar Silju kærlega fyrir kynninguna og óskar henni góðs gengis í starfi verkefnisstjóra Brothættra byggða innan Norðurþings.

2.Samgöngustofa - ósk um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu

Málsnúmer 201601066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Þorvaldar Þórs Árnasonar fyrir hönd Bílaleigu Húsavíkur ehf. um að reka ökutækjaleigu að Garðarsbraut 66-68, Húsavík
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

3.Veiðifélag Deildarár/Aðalfundarboð 2016

Málsnúmer 201601067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð á Aðalfund Veiðifélags Deildarár, fimmtudaginn 28. janúar kl 17.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, en til vara Óla Halldórssyni að fara með umboð Norðurþings á fundinum.

4.Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2016

Málsnúmer 201601069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum, er óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2016.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samkomuna um 150.000,-kr.

5.Málefni Höfða 24c

Málsnúmer 201511025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samþykki Fasteignafélags Húsavíkur á gagntilboði Norðurþings og Leikfélags Húsavíkur í fasteignina að Höfða 24c, upp á 15.000.000,-kr.
Bæjarráð staðfestir sölu á fasteigninni Höfða 24c.

6.Könnun: Þjónusta sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201601043Vakta málsnúmer

Bæjarráð var uppýst um könnun á þjónustu sveitarfélagsins á árinu 2015, sem framkvæmd var af Gallup í desember sl.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.