Byggðarráð Norðurþings

329. fundur 04. júní 2020 kl. 08:30 - 09:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Bergur Elías sat fundinn í fjarfundi.

1.Umræða um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi

202003053

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu um stöðuna á verkefninu Öxarfjörður í Sókn.
Umræðum verður framhaldið á næsta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins.

2.Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2020

202005106

Sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag opnunartíma í stjórnsýsluhúsa í Norðurþingi sumarið 2020.
Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn verða lokuð frá 20. júlí til og með 3. ágúst nk. vegna sumarleyfa.

Sveitarstjóra falið að auglýsa lokunina.

3.Ósk Hjólreiðafélags Akureyrar um lokun Mararbrautar 20. júní n.k.

202006002

Hjólreiðarfélag Akureyrar sendir inn erindi um lokun Marabautar 20. júní n.k. vegna hjólareiðamóts sem endar á Húsavík.
Byggðarráð tekur vel í erindið og hvetur Hjólreiðafélag Akureyrar að vinna málið áfram í góðu samstarfi við lögreglu og Vegagerðina. Viðburðurinn verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.

4.Matarbíll Evu Laufeyjar á Húsavík

202005103

Eva Laufey ferðast um á merktum matarbíl og kemur til Húsavíkur þann 19. júní nk. Hún heimsækir bæjarfélög og heldur sína eigin matarhátíð. Hún fær hjálp heimafólks að finna bestu hráefnin sem annað hvort eru ræktuð eða framleidd á svæðinu. Hún heldur síðan veislu með bæjarbúum um kvöldið á hverjum stað.
Byggðarráð býður Evu velkomna til Húsavíkur og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í matarhátíðinni. Hátíðin verður kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.

5.Fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þann 10. júní nk.

202005132

Boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. miðvikudaginn 10. júní n.k. í Ýdölum.
Byggðarráð felur Kolbrúnu Ödu að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinn. Hafrún Olgeirsdóttir til vara.

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2020

202005141

Landskerfi bókasafna hf. boðar til aðalfundar fimmtudaginn 11. júní klukkan 14:30 á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Reykjavík.

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð, ársreikningur fyrir 2019 og samþykktir Landskerfi bókasafna.
Byggðarráð leggur til við Menningarmiðstöð Þingeyinga, sem sér um rekstur bókasafna Norðurþings, að sendur verði fulltrúi á aðalfund Landskerfa bókasafna hf. á kostnað sveitarfélagsins.

7.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2020

202002023

Fyrir byggðarráði liggja þrjár fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.