Fara í efni

Umræða um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202003053

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020

Minnihluti sveitarstjórnar óskar eftir umræðu um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020

Máli frestað frá 100. fundi sveitarstjórnar.

Minnihluti sveitarstjórnar óskar eftir umræðu um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi.
Til máls tóku: Hrund, Silja, Kristján, Hjálmar, Bergur, Hafrún og Kolbrún Ada.

Minnihlutinn óskar bókað:
Í ljósi þeirrar efnahagslægðar sem nú dynur yfir Norðurþing eins og þjóðfélagið allt, er brýnna en áður að að horfa í það hvernig fjármunum er varið. Fyrir um 14 mánuðum var samþykkt tillaga í sveitarstjórn þess efnis að leitað yrði fyrst til heimamanna innan Brothættra byggða með viðhald og verkefni eins og kostur er.
Því miður virðist það ekki enn vera raunin miðað yfirlit unninna verka á austursvæðinu. Það að flytja iðnaðarmenn milli svæða er bæði kostnaðarsamt, tímafrekt og í andstöðu við það sem samþykkt var. Hvergi er hægt að finna neitt um þessa verkferla eða stefnumótun sem hefðu átt að vera tilbúin fyrir löngu og sýnir það metnaðar- og áhugaleysi meirihlutans fyrir umræddu svæði. Eftirfylgni við ákvarðanir virðist vera ábótavant.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Lagt fram.

Byggðarráð Norðurþings - 329. fundur - 04.06.2020

Sveitarstjóri óskar eftir umræðu um stöðuna á verkefninu Öxarfjörður í Sókn.
Umræðum verður framhaldið á næsta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins.

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Á 329. fundi byggðarráðs var til umræðu staðan á verkefninu Öxarfjörður í sókn.
Á fundi ráðsins var bókað;
Umræðum verður fram haldið á næsta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Á 329. fundi byggðarráðs var til umræðu staðan á verkefninu Öxarfjörður í sókn. Kristján Þór óskar eftir að taka málið til umræðu á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján, Hrund, Silja, Hjálmar, Bergur, Kolbrún Ada og Hafrún.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Byggðastefna lyftir landi,
ef laglega er farið með hana.
Hún er eins og heilagur andi,
það hefur enginn séð hana.
Eftir Þormóð Jónsson

Kristján Þór óskar bókað: Byggðaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin, sem formlega lauk 2018 og Öxarfjörður í sókn, sem líður undir lok í enda árs hafa gengið vel og skipt Norðurþing miklu máli í þeirri viðspyrnu sem þurft hefur í atvinnu- og byggðamálum á austursvæði sveitarfélagsins. Sveitarfélagið tók við áframhaldandi vinnu verkefnisstjóra á Raufarhöfn þegar verkefnið þar kláraðist og mikilvægt að svipuð eða samskonar lausn verði fundin við lok verkefnisins í Öxarfirði þannig að þekking og kraftur í þessum málum dvíni ekki á svæðinu. Best væri ef hreinar línur um framhaldið lægju fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta að ekki sé annað að sjá en að starfsmenn sveitarfélagsins vinni mál til samræmis við ákvörðun sveitarstjórnar um að leitað sé til aðila innan svæða sem þátt taka í byggðaverkefninu Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn og framtíðin með staðbundið viðhald og verkefni eins og kostur er. Það sýnir samantekt sem liggur til kynningar hér undir þessu dagskrármáli. Það er jafnframt eðlilegt að þeir þjónustuaðilar sem leitað er til af hálfu sveitarfélagsins hafi tilskilin réttindi til þess að veita þá þjónustu sem óskað er eftir og að skrifleg tilboð berist sveitarfélaginu í verkefni sem óskað er eftir að séu unnin, óháð staðsetningu þeirra innan sveitarfélagsins.