Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

399. fundur 23. júní 2022 kl. 08:30 - 10:54 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sat fundinn Hallgrímur Óskarsson stjórnarformaður Carbon Iceland ehf.

1.Kynning og samtal við Carbon Iceland ehf.

Málsnúmer 202203044Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir Hallgrímur Óskarsson stjórnarformaður Carbon Iceland ehf. og kynnir framvindu og stöðu verkefnisins.
Byggðarráð þakkar Hallgrími Óskarssyni fyrir komuna á fundinn og upplýsandi kynningu á framvindu verkefnis Carbon Iceland ehf. sem snýr að uppbyggingaráformum félagsins á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Ráðið mun fjalla áfram um málið á næstu vikum.

2.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2021

Málsnúmer 202109003Vakta málsnúmer

Aðalfundur í einkahlutafélaginu Greiðri leið ehf., kt.: 420403-2670, verður haldinn þriðjudaginn 28. júní nk. Fundurinn verður fjarfundur á Teams og hefst kl 13:00.

Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason til setu á fundinum og Benóný Val til vara.

3.Staða landbúnaðar

Málsnúmer 202206080Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Landbúnaður skipar stóran sess í sveitarfélaginu Norðurþingi. Undirritaður leggur til að ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verði boðuð til fundar byggðarráðs til að ræða stöðuna atvinnugreininni.
Byggðarráð samþykkir að fela starfandi sveitarstjóra að boða fulltrúa frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til fundar ráðsins á næstunni.

4.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur málaflokkayfirlit til og með maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Fasteignamat 2023

Málsnúmer 202206054Vakta málsnúmer

Þjóðskrá hefur birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2023. Þar kemur fram að hækkun fasteignamats í Norðurþingi er 10,4% en á landsvísu er það 19,9%.

Nýtt fasteignamat má nálgast hér; https://www.skra.is/fasteignir/fasteignamat/2023


Lagt fram til kynningar.

6.Ályktun stjórnar FA vegna fateignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206045Vakta málsnúmer

Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats vegna ársins 2023.

Byggðarráð þakkar áskorunina og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
Frá árinu 2019 hefur álagningarprósenta fasteignaskatts í Norðurþingi á atvinnuhúsnæði verið lækkuð úr 1,65% í 1,55%.

7.Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum - Grænbók

Málsnúmer 202206085Vakta málsnúmer

Byggðarráði barst meðfylgjandi erindi frá innviðaráðuneyti.

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur.
Grænbókum er ætlað að leggja grunn að stöðumati helstu lögbundinna verkefna og annarra helstu viðfangsefna sveitarfélagsins, greiningu áskorana, valkosta og tækifæra í uppfærslu stefnumótunar stjórnvalda á þessum sviðum.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að veita innviðaráðuneytinu umbeðnar upplýsingar.

8.Fundarboð - Hluthafafundur Orkuveita Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202206092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á hluthafafund Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem haldinn verður fimmtudaginn 30. júní n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela Bergþóri Bjarnasyni að fara með umboð Norðurþings á fundinum.

9.Ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2021

Málsnúmer 202206074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 38. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra haldinn í fjarfundi 8. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2022

Málsnúmer 202206064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. verður haldinn miðvikudaginn 29. júní klukkan 14:30. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4, jarðhæð, 105 Reykjavík. Boðað var til fundarins með póstlögðu bréfi í byrjun mánaðarins
Byggðarráð tilnefnir Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúa sem fulltrúa á fundinum og Bryndísi Sigurðardóttur safnstjóra til vara.

12.Kennsla tæknifræði við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 202204103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar.
Nú er formlega hafin vinna við að bjóða uppá tæknifræðinám við HA í samvinnu við atvinnulífið á svæðinu. Kennsla verður í samstarfi við HR og atvinnulífið á norðurlandi, kennsla hefst á haustönn 2023.
Byggðarráð fagnar því að þetta mikilvæga verkefni sé að verða að veruleika.

13.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2022-2023

Málsnúmer 202202064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð svæðisráðs norðursvæðis - 91. fundur svæðisráðs norðursvæðis haldinn í Mývatnssveit og fjarfundi, þriðjudaginn 14. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Mennningarmiðstöðvar Þingeyinga 2021-2022

Málsnúmer 202111010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Mennningarmiðstöðvar Þingeyinga 2022, haldinn í Safnahúsinu á Húsavík þann 25.5.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:54.