Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

485. fundur 23. janúar 2025 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Verklagsreglur fyrir nefndasetu kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að verklagsreglum fyrir nefndarsetu kjörinna fulltrúa hjá sveitarfélaginu Norðurþingi.
Byggðarráð samþykkir að falla frá setningu sérstakra verklagsreglna fyrir nefndarsetu kjörinna fulltrúa en vísar efnislegri umfjöllun um störf kjörinna fulltrúa til endurskoðunar samþykkta um stjórn sveitarfélagsins.

2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samþykktir Norðurþings ásamt minnisblað stjórnsýslustjóra um mögulegar breytingar á þeim.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni á næstu fundum.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður fyrir Norðurþing úr könnun Gallup um þjónustu sveitarfélaga 2024.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.

4.Beiðni um styrk

Málsnúmer 202501076Vakta málsnúmer

Fyrri byggðarráði liggur erindi frá Lionsklúbbi Húsavíkur vegna álagningu fasteignagjalda 2025.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Lionsklúbb Húsavíkur um 200.000 kr í tilefni að 60 ára afmæli klúbbsins í mars nk.

5.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Heiðarbæ

Málsnúmer 202501023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Bjarmalandi veitingum ehf. vegna þorrablóts í Heiðarbæ, haldið þann 15. febrúar nk. áætlaður fjöldi gesta 150 frá 18 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

6.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Skúlagarði

Málsnúmer 202501024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Agli Bjarnasyni vegna þorrablóts í Skúlagarði, haldið þann 1. febrúar nk. áætlaður fjöldi gesta 190 frá 16 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

7.Aðalfundur Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka

Málsnúmer 202301049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð aðalfundar Norðurhjara, ferðaþónustusamtaka. Fundurinn verður haldinn kl. 19:00, fimmtudagskvöldið 27. febrúar næstkomandi á Þórshöfn.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025

Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu frá 8. fundi þann 10. desember 2024 og frá 9. fundi þann 14. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 960. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.