Byggðarráð Norðurþings

171. fundur 31. mars 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Málefni Húsavíkurstofu 2016

201603021

Á fund byggðarráðs kom Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri og kynnti stöðu viðræðna við Húsavíkurstofu um hlutverk stofunnar fyrir sveitarfélagið
Byggðarráð telur mikilvægt að ríkisvaldið, ferðamálastofa og ferðaþjónustuaðilar marki sér stefnu um rekstur upplýsingamiðstöðva. Norðurþing hyggst draga sig út úr rekstri upplýsingamiðstöðvar. Jafnframt telur byggðarráð mikilvægt að stjórn Húsavíkurstofu marki sér stefnu um framtíð sína. Norðurþing mun leggja áherslu á sterka innviði fyrir ferðamenn sem snúa að sveitarfélaginu.

2.Tilboð í Garðarsbraut 69-203

201602121

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í eignina Garðarsbraut 69-203 það hæsta upp á 12,4 milljónir
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboð frá Tryggva Þórðarsyni.

3.Tilboð í Grundargarð 5-301

201603127

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í eignina Grundargaðr 5-301 upp á 5,5 milljónir
Tilboðinu er hafnað

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2016

201603134

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016 sem haldinn verður föstudaginn 8. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að Krisján Þór Magnússon verður fulltrúi Norðurþings á fundinum og Gunnlaugur Stefánsson til vara.

5.Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga - aðalfundur

201603150

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Atvinnurþóunarfélags Þingeyinga hf. sem heldinn verður í Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi mánudaginn 11. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að Sif Jóhannesdóttir fari með atkvæði Norðurþings á fundinum.

6.Frá Lífeyrissjóði starfsm.sv.fél.:Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

201603046

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um að endurgreiðsluhlutur launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2016 verði óbreytt eða 67% fyrir árið 2016.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna

7.Tillaga til þingsályktunar - Samgönguáætlun 2015-2018

201603149

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgögnuáætlun fyrir árin 2015-2018 (Þingskjal 1061 - 638. mál)
Byggðarráð Norðurþings harmar þá forgangsröðun sem fram kemur í framlögðum drögum að samgönguáætlun. Það eru undarleg skilaboð sem byggðir á Norðausturhorninu fá á sama tíma og ríkisvaldið rekur verkefni um brothættar byggðir á sama svæði. Við blasir að Dettifossvegur er forsenda uppbyggingar atvinnu á þessu viðkvæma svæði og mikilvægur í uppbyggingu innviða ferðaþjónustu á svæðinu.

Byggðarráð leggur áherslu á að vegafé til ferðamannaleiða verði aukið þannig að hægt sé að klára Dettifossveg á tímabilinu.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þórhalli Óskarssyni f.h. Fensala ehf. Viðbót vegna Stórigarður 13

201603129

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Þórhalli Óskarssyni f.h. Fensala ehf. Viðbót vegna Stórigarður 13
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

9.Fundargerðir Eyþings 2016

201603019

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 278. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar

10.837. fundur Sambands Íslenskra sveitarfélaga

201603132

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.