Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

33. fundur 04. desember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Kristjana M. Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • María Óskarsdóttir aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
  • Katý Bjarnadóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 155. mál til umsagnar

Málsnúmer 201210099Vakta málsnúmer

Fyrir félags- og barnanverndarnefnd liggur til umsagnar frá Alsherjar- og menntamálanefnd mál nr. 155 um inneiðingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Félagsmálastjóra falið að afgreiða erindið.

2.Kynning á fjárhagsáætlun 2013, félagsþjónusta

Málsnúmer 201210061Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun og útgönguspá Félagsþjónustunnar fyrir árið 2013 lögð fram til kynningar. Farið verður fram á aukafjárveitingu fyrir málaflokkinn samkvæmt útgönguspá.

3.Landssamtökin Þroskahjálp, ályktanir fulltrúafundar

Málsnúmer 201210095Vakta málsnúmer

Ályktun frá fulltrúafundi Þroskahjálpar, um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum og um Notendastýrða persónulega aðstöð lög fram til kynningar.

4.Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til umsagnar 303. mál

Málsnúmer 201211066Vakta málsnúmer

Fyrir félags- og barnanverndarnefnd liggur til umsagnar mál nr. 303, frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 með síðari breytingum. Félagsmálastjóra falið að afgreiða erindið.

5.Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til umsagnar, 36. mál

Málsnúmer 201210132Vakta málsnúmer

Fyrir félags- og barnanverndarnefnd liggur til umsagnar mál nr. 36, frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingu. Félagsmálastjóra falið að afgreiða erindið.

6.Velferðarnefnd Alþingis, þingsályktunartillaga til umsagnar, 80. mál

Málsnúmer 201210136Vakta málsnúmer

Fyrir félags- og barnanverndarnefnd liggur til umsagnar mál nr. 80, tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Félagsmálastjóra falið að afgreiða erindið.

7.Velferðarnefnd Alþingis, þingsályktunartillaga um jafnt búsetuform barna til umsagnar, 152. mál

Málsnúmer 201210137Vakta málsnúmer

Fyrir félags- og barnanverndarnefnd liggur til umsagnar mál nr.152, tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Félagsmálastjóra falið að afgreiða erindið.

8.Önnur mál til afgreiðslu

Málsnúmer 201212005Vakta málsnúmer

Húsnæðismál/einstaklingsmál lagt fram til kynningar. Tillaga félagsmálastjóra samþykkt. Fjárhagsaðstoð/einstaklingsmál lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að vinna málið áfram. Breytingar hjá skólaþjónustu kynntar.

Fundi slitið - kl. 16:00.