Félagsmálanefnd

3. fundur 10. maí 2016 kl. 12:30 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Berglind Pétursdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Díana Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Frá Barnaverndarstofu: PMTO meðferðarmenntun 2016

201603087

Fyrir fundinum liggur kynning á PMTO - meðferðamenntun frá Barnaverndarstofu.

2.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

201510072

Félagsmálastjóri fer yfir breytingar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu.

Nefndin vill kanna frekari leiðir til að jafna kynjahlutfall í nefndum og ráðum sbr. 1. gr. og félagsmálastjóra falið að fá upplýsingar frá Jafnréttisstofu. Stefnt að framlagningu Jafnréttisáætlunar fyrir Sveitarstjórn í júní n.k.

3.Kynning á breytingum á húsaleigu félagslegra íbúða hjá Norðurþingi

201604016

Félagsmálastjóri var falið á síðasta fundi nefndarinnar þann 14.4.2016 að vinna samantekt á auknum kostnaði leigjenda félagslegra leiguíbúða hjá Norðurþingi í kjölfar breytinga á leigusamningi.

Félagsmálastjóra falið að vinna drög að ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Ljóst er að sækja þarf um auka fjárveitingu til Byggðaráðs.

4.Erindisbréf félagsmálanefndar 2016

201603036

Félagsmálastjóri kynnir drög að erindisbréfi nefndarinnar.

Nefndin samþykkir drög að erindsbréfi Félagsmálanefndar.

Fundi slitið - kl. 14:00.