Fara í efni

Fjölskylduráð

97. fundur 06. september 2021 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Róbert og Gríma sátu fundinn undir lið 1.

1.Íþróttafélagið Þingeyingur - kynning á félaginu og ósk um samstarfssamning

Málsnúmer 202109013Vakta málsnúmer

Formaður íþróttafélagsins Þingeyingur mætti á fund Fjölskylduráðs í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti starfsemi félagsins. Einnig óskar félagið eftir samstarfs- og styrktarsamning við félagið.
Fjölskylduráð fékk kynningu í gegnum Teams á starfssemi félagsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að eiga samtal við forsvarsfólk félagsins um samstarfs- og styrktarsamning.

2.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var Uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk vísað til fjölskylduráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Heimsóknir fjölskylduráðs á starfsstöðvar

Málsnúmer 202109012Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir nokkrar starfsstöðvar sem heyra undir ráðið.
Fjölskylduráð fór í heimsókn til Íþróttafélagsins Völsungs, þjálfunarheimilið Sólbrekku 28 og í frístund. Ráðið þakkar fyrir góðar viðtökur og góðar kynningar á starfssemi Völsungs og þjónustu sem Norðurþing veitir.

Fundi slitið - kl. 15:00.