Fara í efni

Fjölskylduráð

160. fundur 15. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Ingi Júlíusson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.

Sólveig Ása Arnarsdóttir verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn undir liðum 3-4.

Bryndís Sigurðardóttir deildarstjóri bókasafna Norðurþings sat fundinn undir lið 1.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 6.

1.Framtíð Bókasafns Raufarhafnar

Málsnúmer 202308001Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur tíl umfjöllunar framtíð bókasafnsins á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir hækkun starfshlutfalls bókavarðar úr 11% í 20% frá 1. september og felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.

2.Umsókn um styrk í Lista og menningarsjóð NÞ - Hinsegin hátíð

Málsnúmer 202307060Vakta málsnúmer

Hinseginfélag Þingeyinga sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna skrúðgöngu og hátíðarhalda.
Fjölskylduráð samþykkir að veita 50.000 kr. styrk til félagsins.

3.Starfsemi íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri.

Málsnúmer 202308019Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að tilhögun starfsmannahalds í íþróttamannvirkjum í Lundi og á Kópaskeri.
Fjölskylduráð fjallar áfram um málið á næsta fundi ráðsins.

4.Þátttaka Norðurþings í Umhyggjudeginum

Málsnúmer 202308015Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Umhyggju, félagi langveikra barna um aðkomu að Umhyggjudeginum 2023.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í Umhyggjudeginum 2023 með því að bjóða íbúum og gestum í sund laugardaginn 26. ágúst í sundlaugarnar á Raufarhöfn og á Húsavík milli kl. 14-16.

5.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grænuvalla og mönnunarvanda. Erindisbréf starfshóps um bættar starfsaðstæður er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf starfshóps um bættar starfsaðstæður á leikskólanum Grænuvöllum.

6.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúi leggur fram tillögu að samstarfi við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu fræðslufulltrúa varðandi samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og breytingu á skólaakstri sem það felur í sér.

Fundi slitið - kl. 10:00.