Fara í efni

Fjölskylduráð

185. fundur 07. maí 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 3-6.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liði 4.

1.Menningarspjall í hádeginu

Málsnúmer 202404053Vakta málsnúmer

Hugmynd að mánaðarlegum opinberum menningarfundi/menningarspjalli Norðurþings og nágrannasveita hefur verið lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202404112Vakta málsnúmer

Kirkjukór Húsavíkur sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í Lista- og menningarsjóð vegna vortónleika 17. maí 2024.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Kirkjukór Húsavíkur um 100.000 kr. vegna vortónleika.

3.Ósk um afnot af íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202404121Vakta málsnúmer

Völsungur óskar eftir að fá afnot af íþróttahöllinni á Húsavík endurgjaldslaust fyrir dansleik sem haldinn verður föstudaginn 26.júlí. Um er að ræða Mærudagsball sem er hugsað sem fjáröflun fyrir félagið en allur ágóði af ballinu mun renna til deilda félagsins.
Fjölskylduráð samþykkir að Völsungur fái afnot af íþróttahöllinni vegna dansleikjar. Ráðið minnir á reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu Norðurþings.

4.Fjárfestingar og viðhald Lundur

Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer

Til umræðu er ástand íþróttamannvirkja í Lundi.
Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármunum á árinu í endurnýjun sundlaugarinnar í Lundi og vegna ástands sundlaugarinnar sér fjölskylduráð sér ekki fært að hafa laugina opna í sumar. Ráðið óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að skoðaðir verði möguleikar fyrir framtíðar staðsetningu sundlaugar á svæðinu og þeir kynntir fyrir fjölskylduráði í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunargerðar.

5.Öxarfjarðarskóli - Áskorun frá skólaráði Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202404061Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar áskorun um framkvæmdir við Öxarfjarðarskóla frá skólaráði Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar áskorunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið tekur undir áskoranir skólaráðs Öxarfjarðarskóla og minnir jafnframt á viðhaldslista fjölskylduráðs sem vísað var til skipulags- og framkvæmdaráðs 23. janúar 2024.

6.Umsókn um undanþágu frá reglum um vistunartíma 12-18 mánaða barna á leikskóla

Málsnúmer 202404119Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um undanþágu frá reglum um vistunartíma 12-18 mánaða barna á leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir beiðnina vegna staðbundinna aðstæðna.

Fundi slitið - kl. 10:00.