Fara í efni

Fjölskylduráð

186. fundur 21. maí 2024 kl. 08:30 - 09:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir lið 3 og 4.
Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 5 og 6.

1.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla

Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur tillögur frá starfshópi vegna leikskólabyggingar.
Tillögur voru lagðar fram til kynningar. Fjölskylduráð mun fjalla um þær aftur á næsta fundi sínum.

2.Ósk um undanþágu frá reglum um heimgreiðslur

Málsnúmer 202405029Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi um ósk um undanþágu frá reglum um heimgreiðslur. Óskin snýr að því að afþakka boð um leikskólavistun tímabundið en fá engu að síður heimgreiðslur.
Fjölskylduráð hafnar ósk um undanþágu frá reglum um heimgreiðslur þar sem heimgreiðslur eru hugsaðar sem úrræði til að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs þar til barni býðst leikskólapláss.

3.Sólstöðuhátíð 2024

Málsnúmer 202405023Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu og skólahúsinu á Kópaskeri yfir Sólstöðuhátíðina sem haldin verður 21.-23. júní nk.
Fjölskylduráð samþykkir beiðnina.

4.Ósk um endurgjaldslaus afnot af íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202405053Vakta málsnúmer

Óskað er eftir afnotum af íþróttahöllinni 10. júní án endurgjalds, í þágu ungmenna með áherslu á fjölbreytni, lýðheilsu og menningu.Tilgangur væri æfingar innanhúss fyrir listahóp ásamt ungmennum, vegna sýningarinnar Sæskrímslin, 12. júní n.k. kl. 17:15 á höfninni.
Fjölskylduráð samþykkir óskina.
Fylgiskjöl:

5.Borgin fyrirkomulag sumars 2024

Málsnúmer 202405055Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur kynning á starfsemi Borgarinnar sumarið 2024.
Hefðbundin starfsemi verður í Borginni í sumar en ekki verður hægt að halda úti sértækri þjónustu í Borginni frístund sumarið 2024 þar sem ekki næst að manna sumarafleysingar með fullnægjandi hætti.

6.Mönnun á útstöðvum félagsþjónustu Norðurþings sumarið 2024

Málsnúmer 202405056Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal frá félagsmálastjóra um mönnun á útstöðvum félagsþjónustu Norðurþings sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.