Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

26. fundur 13. febrúar 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Garðyrkjustjóri-Kynning verkefna

200907050

Jan Klitgaard garðyrkjustjóri kom á fund nefndarinnar og fór yfir ýmis verkefni sem hann er að vinna að. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra yfirferð um málefnið og tekur undir hugmynd hans um uppbyggingu gróðurhúss ofan Kvíabekks á Húsavík og jafnframt verði starfssemi við Ásgarð hætt.

2.Veraldarvinir, ósk um samstarf

201012008

Á 23. fundi f&h þann 14. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað var eftir samstarfi við Norðurþing.Framkvæmda- og hafnanefnd tók jákvætt í erindið og fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt verkstjórum og garðyrkjustjóra að kanna möguleg verkefni. Niðurstaða þeirrar könnunar er sú að ekki liggi fyrir hentug verkefni að þessu sinni. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Veraldarvinum fyrir áhuga á samstarfi við Norðurþing. Í ljósi niðurstöðu fyrrgreindrar könnunar afþakkar nefndin boð um samstarf að sinni.

3.353. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands ásamt ársreikningi 2012

201301047

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og samgögnunefnd Alþingis, 84. mál til umsagnar

201302030

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi. Framkvæmda- og hafnanefnd lýsir ánægju sinni með framkomna þingsályktunartillögu.

5.Leigusamningur við Norður-Siglingu um dráttarbrautina á Húsavík

201110052

Farið yfir matsskýrslu sem Grímur ehf vélsmiðja / Þórir Örn Gunnarsson vann fyrir nefndina en hann skoðaði og mat ástand dráttarbrautarinnar nú í janúar sl. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Þóri Erni fyrir góða og vel unna skýrslu. Ljóst er ástand slippsins er mjög bágborið og viðhaldi ábótavant. Nefndin telur því nauðsynlegt, áður en lengra er haldið, að fá lögfræðiálit um réttarstöðu eiganda dráttarbrautarinnar. Fá á hreint hver sér um eftirlit slíkra mannvirkja og fá umsögn þess aðila. Funda með leigutaka (Norðursiglingu) og kynna skýrsluna fyrir honum.

6.Starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn

201209024

Á 22. fundi f&h þann 17. október sl. var samþykkt að auglýsa starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir, vegna breyttra aðstæðna, að fresta því að auglýsa starfið um óákveðinn tíma.

7.Hugmyndir að byggingu gervigrasvallar á Húsavík

201009063

Rætt um framgang verksins. Áki Hauksson, fulltrúi þinglistans, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Þinglistans leggur til að ráðinn verði lögfræðingur til að gæta annars-vega hagsmuna Norðurþings í vallarhúsbyggingu við gervigrasvöllinn og hinsvegar verði réttarstaða Norðurþings könnuð hvað varðar ábyrgð hönnuða vegna sömu byggingar.


Greinagerð með erindi mínu á Framkvæmda og hafnefndarfundi þann 13 febrúar.

Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér stenst vallarhúsið nýja við gervigrasvöllinn á Húsavík sem hannað er af Mannvit verkfræðistofu ekki reglur Knattspyrnusambands Íslands. Fyrirséð er að mikill kostnaður mun koma til við að lagfæra húsið svo það standist þær kröfur sem KSÍ gerir til slíkra vallarhúsa. Full ástæða er til að bæjarráð gæti hagsmuna sveitarfélagsins og fyrirtækja í eigu þess í þessu tilfelli Orkuveitu Húsavíkur OHF sem á og byggir vallarhúsið í hvívetna þar sem Orkuveita Húsavíkur er í fullri eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Því legg ég til að ráðinn verði lögfræðingur til að gæta hagsmuna og réttarstöðu Norðurþings gagnvart Mannvit verkfræðistofu sem er hönnuður vallarhússins. Það er trú mína að Framkvæmda og hafnanefnd sem og ráðamenn Norðurþings hafi þungar áhyggjur af framvindun mála hvað varðar vallarhúsið nýja við gervigrasvöllin og komi til með að samþykkja þetta erindi mitt sem liggur fyrir í Framkvæmda og hafnanefnd um að ráða lögfræðing til að gæta hagsmuna og réttarstöðu sveitarfélagsins gagnvart hönnuði vallarhússins.


Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur fulltrúa Þinglistans og samþykkir að beina því til við stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem er verkkaupi, að taka málið til umfjöllunar í stjórn fyrirtækisins.

8.Viðlagatrygging Íslands, ósk um upplýsingar

201302027

Viðlagatrygging Ísland sendir bréf annars vegar til Norðurþings og hins vegar Hafnasjóðs Norðurþing þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna viðlagatryggar á mannvirkjum skv. 2.mgr. 5.gr. laga nr. 55/1992 um Viðlagatryggingu Íslands. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og hafnastjóra að afla umbeðinna upplýsinga og senda bréfritara.

Fundi slitið - kl. 16:00.