Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Viðhald Borgarhólsskóla
201602129
Fyrir nefndinni liggur tölvupóstur frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við ástand sals Borgarhólsskóla. Einangrun er ófullnægjandi sem skapar eldhættu, hættu á að klaki sem myndast hrynji af þakinu og ójafnt hitastig sem veldur tjóni á hljóðfærum.
2.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016
201601076
Tillaga að nýjum sorpsamþykktum liggur fyrir fundinn til umræðu og samþykktar.
Framkvæmdafulltrúa falið að fullvinna sorpsamþykktir til afgreiðslu.
Samþykktin er samþykkt með fyrirvara um að gjald fyrir umframvegalengd að sorpíláti verði yfirfarin og samþykkt af nefndarmönnum.
Samþykktin er samþykkt með fyrirvara um að gjald fyrir umframvegalengd að sorpíláti verði yfirfarin og samþykkt af nefndarmönnum.
3.Fjárhagsáætlun 2016
201510049
Nauðsynlegt er að yfirfara áætun m.t.t nýuppkominna tilfella sem kalla á umtalsverðan kostnað af viðhalds- og framkvæmdafé.
Uppfærð áætlun samþykkt.
4.Girðingarvinna Húsavíkurlandi Bréf frá Björgunarsveitinni Garðri
201603039
Björgunarsveitin Garðar hefur með bréfi dagsettu 4.mars ákveðið að hætta allri vinnu og umsjón með girðingarvinnu í Húsavíkurlandi.
Ræða þarf breytt fyrirkomulag í þessum málum.
Ræða þarf breytt fyrirkomulag í þessum málum.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leysa á sem hagstæðastan hátt.
5.Skógagerðismelur, undirbúningur byggingarsvæðis.
201603040
Ræða þarf hvort ekki sé rétt að hefja umhverfismat fyrir efnistöku í Skógagerðismel til að flýta fyrir því langa ferli sem liggur fyrir ef auka þarf við byggingarland í landi Húsavíkur.
Samþykkt að hefja vinnu við umhverfismat.
6.Holtahverfi gróft kostnaðarmat á gatnagerð
201603041
Gróft kostnaðarmat hefur farið fram á þeim kostnaði sem reikna má með að sveitafélagið verði að fara í til að standa skila á gatnakerfi, veitukerfi og lóðum í Holtahverfi. Gróf áætlun var unninn af Böðvari hjá Mannviti.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdafulltrúa í samráði við sveitarstjóra að vinna málið áfram.
7.Kópasker: Áform um áminningu og krafa um úrbætur.
201601021
Lagt fram til kynningar.
8.Laugardalur:Áform um áminningu og krafa um úrbætur.
201601020
Lagt fram til kynningar.
9.Fyrirspurn um sorpbrennslutæki í sorpbrennslustöð að Víðimóum
201603043
Fyrirspurn hefur borist um stöðuna á sorpbrennslustöðinni.
Sveitarstjóri mun svara erindinu án skuldbindinga.
10.Framkvæmdir við Bökugarð - staða mála
201602047
Fréttir af framkvæmdum og áfangaskýrsla um framkvæmdir vegna iðnaðarsvæðis á Bakka lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að úrlausnum málsins.