Fara í efni

Hafnanefnd

12. fundur 09. mars 2017 kl. 12:00 - 13:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Sveitarstjóri/Hafnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings

Málsnúmer 201702151Vakta málsnúmer

Vinna við skipulagningu framkvæmda ársins 2017 stendur yfir sem og vinnan við útfærslu fjármögnunar ársins. Fyrir hafnanefnd liggur minnisblað sem er hluti hafnasjóðs í útfærslu fjárhagslegrar endurskipulagningar hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir útfærslu fjármögnunar ársins vegna þeirra framkvæmda sem liggja fyrir á hafnarsvæðinu árið 2017 og er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu hjá sveitarfélaginu.

Hafnanefnd óskar eftir frekari gögnum um heildar framlag ríkisins vegna verkefnisins og þær framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í til að standa við skuldbindingar hafnasjóðs gagnvart Bakkaverkefninu.

Rekstrarstjóra hafna er falið að taka saman gögn og senda nefndinni fyrir næsta fund hafnanefndar.

Fundi slitið - kl. 13:30.