Fara í efni

Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings

Málsnúmer 201702151

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 206. fundur - 23.02.2017

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings m.t.t. lána Orkuveitu Húsavíkur, fjárþarfar hafnasjóðs Norðurþings og skuldbindingar sjóðsins við aðalsjóð sveitarfélagsins. Minnisblað og gögn um færar leiðir til endurskipulagningarinnar verða lagðar fram á fundinum. Gestir fundarins verða Róbert Ragnarsson, ráðgjafi og Ragnar Jónsson, endurskoðandi hjá Deloitte.
Á fundinn mættu Róbert Ragnarsson, ráðgjafi og Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi hjá Deloitte og fóru yfir útfærslur í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Hafnanefnd - 12. fundur - 09.03.2017

Vinna við skipulagningu framkvæmda ársins 2017 stendur yfir sem og vinnan við útfærslu fjármögnunar ársins. Fyrir hafnanefnd liggur minnisblað sem er hluti hafnasjóðs í útfærslu fjárhagslegrar endurskipulagningar hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir útfærslu fjármögnunar ársins vegna þeirra framkvæmda sem liggja fyrir á hafnarsvæðinu árið 2017 og er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu hjá sveitarfélaginu.

Hafnanefnd óskar eftir frekari gögnum um heildar framlag ríkisins vegna verkefnisins og þær framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í til að standa við skuldbindingar hafnasjóðs gagnvart Bakkaverkefninu.

Rekstrarstjóra hafna er falið að taka saman gögn og senda nefndinni fyrir næsta fund hafnanefndar.

Byggðarráð Norðurþings - 208. fundur - 09.03.2017

Róbert Ragnarson ráðgjafi, ásamt sveitarstjóra, mun fara yfir stöðu mála sem kynnt voru byggðarráði nýverið og varða fjárhagslega endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings.
Róbert Ragnarsson og sveitarstjóri fóru yfir þá vinnu sem unnin hefur verið undanfarið og varðar fjárhagslega endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Óla Halldórssyni, formanni byggðarráðs um forgangsaðgerðir er varðar efnahag sveitarfélagsins á árinu 2017.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi tillagna sem tíundaðar eru í minnisblaði formanns byggðarráðs.