Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

208. fundur 09. mars 2017 kl. 16:00 - 17:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings

Málsnúmer 201702151Vakta málsnúmer

Róbert Ragnarson ráðgjafi, ásamt sveitarstjóra, mun fara yfir stöðu mála sem kynnt voru byggðarráði nýverið og varða fjárhagslega endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings.
Róbert Ragnarsson og sveitarstjóri fóru yfir þá vinnu sem unnin hefur verið undanfarið og varðar fjárhagslega endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings.

2.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Rædd verður staða málsins. Framkvæmdastjórn boðaði forföll vegna fundahalda í RVK um málið á fimmtudagsmorgni. Fulltrúar stjórnar koma til fundar byggðarráðs í næstu viku. Sveitarstjóri mun fara yfir stöðuna og næstu skref.
Til fundarins mættu Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri og Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri. Sveitarstjóri, ásamt Grím og Henning, fór yfir stöðuna frá síðasta fundi. Byggðarráð óskar eftir því að framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, ásamt framkvæmdastjórn mæti til næsta fundar byggðarráðs.

3.Orlof húsmæðra 2017, framlag

Málsnúmer 201703021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar framlag sveitarfélagsins en samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 108,47 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Byggðarráð samþykkir að greiða lögbundið framlag.

4.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 106. mál, frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)

Málsnúmer 201703024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar 106. mál, frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis).
Gunnlaugur óskar bókað:
"Ég er alfarið á móti framlögðu frumvarpi og legg til að sveitarfélagið veiti neikvæða umsögn um það og sendi áskorun til þingmanna um að greiða atkvæði gegn því."

Byggðarráð tekur undir bókun Gunnlaugs.

5.Heimsókn forsætisráðuneytisins til Húsavíkur vegna fundar um þjóðlendur í júní 2017

Málsnúmer 201703035Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 1. júní á Húsavík. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna og er þessi fundur nú haldinn í fjórða sinn en slíkir fundir hafa áður verið haldnir í maí 2012,2013 og 2015. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.

6.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: beðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi.

Málsnúmer 201702110Vakta málsnúmer

Drög að svarbréfi lagt fram
Drög að svari lögð fram. Fram komu nokkrar athugasemdir frá byggðarráðsfulltrúum og var sveitarstjóra falið að senda svarbréfið að teknu tilliti til athugasemda.

Fundi slitið - kl. 17:40.