Fara í efni

Egill Olgeirsson á Mannvit f.h. Orkuveitu Húsavíkur ohf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á áður samþykkta byggingu við íþróttavöll

Málsnúmer 201210019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012

Um er að ræða byggingu hæðar ofan á þegar steypt tengimannvirki milli íþróttavalla. Flatarmál yfirbyggingar er 128,1 m². Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Per Langsöe Christensen arkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til frekari forsendur liggja fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Erindið var áður á fundi nefndarinnar í október og var þá frestað. Kynntar voru nýjar útlitsmyndir sem ætlað er að sýna betur hvernig fyrirhugað mannvirki fer í landi milli íþróttavalla. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða byggingu hafa óveruleg áhrif á umhverfið og samþykkir því byggingu hússins.