Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

97. fundur 17. október 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsstofnun, tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn

Málsnúmer 201209104Vakta málsnúmer






Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu sem til kynningar verður nú í október.

Skipulags- og byggingarnefnd stefnir að nánari umfjöllun um málið á fundi í nóvember þegar tillagan hefur verið kynnt.

2.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis og matslýsingu áætlana sem lögð er fyrir bæjarstjórn Norðurþings til samþykktar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis og matslýsing verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Per Langsöe Christensen og Vigfús Sigurðsson kynntu hugmyndir sínar að vinnu við skipulag iðnaðarsvæðis á Bakka. Annarsvegar er um að ræða rammaskipulag af svæðinu öllu og hinsvegar deiliskipulag suðurhluta iðnaðarsvæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjöfum að gera tillögu að lýsingu að skipulagsverkefninu til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

4.Sveinbjörn Gunnlaugsson sækir um lóðina B-12, hesthúslóð, skv. deiliskipulagi i Saltvíkurlandi

Málsnúmer 201205007Vakta málsnúmer

Umsækjandi óskar eftir lóð B12 skv. deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Saltvík. Úthlutun lóðar B12 fellur ekki að áætlaðri gatnagerð á svæðinu sem sakir standa. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn, að höfðu samráði við umsækjanda og framkvæmda- og hafnafulltrúa Norðurþings, að honum verði úthlutað lóðinni B2 á hesthúsasvæði við Saltvík.

5.Egill Olgeirsson á Mannvit f.h. Orkuveitu Húsavíkur ohf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á áður samþykkta byggingu við íþróttavöll

Málsnúmer 201210019Vakta málsnúmer

Um er að ræða byggingu hæðar ofan á þegar steypt tengimannvirki milli íþróttavalla. Flatarmál yfirbyggingar er 128,1 m². Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Per Langsöe Christensen arkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til frekari forsendur liggja fyrir.

6.Jan garðyrkjustjóri óskar eftir leyfi til að reisa skýli yfir eldstæði í Skógargerðisdalnum

Málsnúmer 201210012Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að byggja skýli yfir fyrirhugað eldstæði í útikennslusvæði í Skógargerðisdal. Um er að ræða skýli eins og það sem hugsað var að reisa í Skálabrekkuskógi, en fallið hefur verið frá þeirri hugmynd og hugmyndin nú að reisa skýlið á aðgengilegri stað í Skógargerðisdal. Meðfylgjandi erindi er teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.Jan garðyrkjustjóri óskar eftir leyfi til að rífa skúrinn við norðurenda Kvíabekks

Málsnúmer 201210011Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að rífa illa farna skúrbyggingu sem stendur norðan undir Kvíabekk. Meðfylgjandi erindi er ljósmynd af skúrnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.Steinunn Sigurjónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið að Laxárlundi 3

Málsnúmer 201209103Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið að Laxárlundi. Áður var samþykkt byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið 9. mars 2011, en á nýjum teikningum er umfang viðbyggingar minnkað nokkuð. Fyrirhuguð stækkun er nú 29,6 m². Teikningar eru unnar af Þresti Sigurðssyni á Opus ehf. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 8. október s.l.

9.Umsókn um byggingarleyfi, viðgerðir utanhúss á Garðarsbraut 67 - 71 Húsavík

Málsnúmer 201209041Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til endurbóta utanhúss á Garðarsbraut 67-71 á Húsavík. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 8. október s.l.

10.umsókn um leyfi til að múra og skipta um glugga, Jóhannes Jóhannesson, Laugarholti 3d, Húsavík

Málsnúmer 201210015Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að einangra, múrklæða og skipta um glugga að Laugarholti 3d. Umsækjandi skilaði skriflegu samþykki annarra eigenda í húsinu. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 8. október s.l.

Fundi slitið - kl. 13:00.