Fara í efni

Garðarshólmur 2013

Málsnúmer 201301062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar stjórnar Garðarshólms SES til fara yfir og kynna uppbyggingu félagsins á Húsavík. Á fundinn mættu, Valgerður Sverrisdóttir, formaður stjórnar, Árni Sigurbjarnarson og Sigurður Eyberg, framkvæmdastjóri. Farið var yfir stöðu verkefnisins, framtíðarsýn og aðra áhugaverða þætti tengda verkefninu.Bæjarráð þakkar fulltrúum Garðarshólm SES fyrir góða kynningu. Undir þessum lið sat Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi.

Bæjarráð Norðurþings - 69. fundur - 14.03.2013

Fyrir bæjarráði liggur beiðni sem borist hefur frá stjórn Garðarshólma SES og felur í sér að sveitarfélagið skipi einn fulltrúa til að sitja í starfshóp um verkefni félagsins. Bæjarráð felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að sitja í starfshópnum.