Fara í efni

Öxarfjarðarskóli, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405030

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðlaug Anna Ívarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir lykiltölur í ársreikningum 2013 og rekstri skóla. Guðrún gerði grein fyrir skóladagatali og starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014-2015. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið og starfsáætlunina sem lagt er fram án athugasemda. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri vék af fundi kl.17:20.Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 17:30.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi kennara og Jón Ármann Gíslason fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Guðrún kynnti starfsemi skólans og starfsáætlun vegna skólaársins 2014-2015. Stefán Leifur Rögnvaldsson leit við á fundinum undir þessum lið á leið sinni í göngur.