Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

37. fundur 13. maí 2014 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Friðrika Baldvinsdóttir 2. varamaður
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarhólsskóli,starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405027Vakta málsnúmer

Fulltrúar Borgarhólsskóla, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi kennara mættu á fundinn. Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mætti á fundinn.Þórgunnur gerði grein fyrir skóladagatali Borgarhólsskóla vegna skólaársins 2014 - 2015. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið með fyrirvara um að ekki verði gerðar athugasemdir af hálfu skólaráðs. Skólastjóri fór yfir helstu áform varðandi starfsáæltun skólaársins en áætlunin er í vinnslu.

2.Borgarhólsskóli, starfsmannamál

Málsnúmer 201405028Vakta málsnúmer

Þórgunnur kynnti stöðu starfsmannamála og ráðninga vegna skólaársins 2014-2015.

3.Borgarhólsskóli, skólapúlsinn - kynning á niðurstöðum

Málsnúmer 201405029Vakta málsnúmer

Þórgunnur kynnti niðurstöður foreldrakönnunar og nemendakönnunar Skólapúlsins sem er hluti af innra mati skólans. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Fulltrúar Borgarhólsskóla og fulltrúi Tjörneshrepps viku af fundi kl. 15:35.

4.Leikskólinn Grænuvellir, starfsáætlun og skóladagatal skólaárið 2014 - 2015

Málsnúmer 201405032Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.Sigríður Valdís kynnti skóladagatal og starfsáætlun leikskólans vegna skólaársins 2014-2015. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir framlagt skóladagatal og starfsáætlun sem lagt er fram án athugasemda.

5.Leikskólinn Grænuvellir, Skólapúlsinn - niðurstöður

Málsnúmer 201405039Vakta málsnúmer

Sigríður Valdís kynnti niðurstöður Skólapúlsins sem er hluti af ytra og innra mati leikskólans. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 16:05.

6.Tónlistarskóli Húsavíkur, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405038Vakta málsnúmer

Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrienne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns, hollvinafélags Tónlistarskólans mættu á fundinn. Árni kynnti drög að skóladagatali vegna skólaársins 2014 - 2015 og sagði frá helstu áherslum í starfsáætlun skólans. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 16:25.

7.Öxarfjarðarskóli, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405030Vakta málsnúmer

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðlaug Anna Ívarsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir lykiltölur í ársreikningum 2013 og rekstri skóla. Guðrún gerði grein fyrir skóladagatali og starfsáætlun skólans vegna skólaársins 2014-2015. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið og starfsáætlunina sem lagt er fram án athugasemda. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri vék af fundi kl.17:20.Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 17:30.

8.Greiðslur vegna skólaaksturs 2008 - 2014

Málsnúmer 201308039Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur álit Sambands sveitarfélaga vegna skólaaksturs á skólasvæði Öxarfjarðarskóla. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita samninga við Bernharð Grímsson um framlengingu á samningi hans vegna skólaaksturs til áramóta 2014-2015 auk þess að semja við þá foreldra er annast akstur barna sinna í veg fyrir skólabíl á svæðinu. Jafnframt felur nefndin fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna að endurskoðun viðmiðunarreglna Norðurþings um skólaakstur í fullu samráði við foreldra og skólastjórnendur Öxarfjarðarskóla. Endurskoðun verði lokið fyrir árslok 2014. Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.Grunnskóli Raufarhafnar, breyting á skóladagatali 2013-2014

Málsnúmer 201405033Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, María Sveinsdóttir fulltrúi kennara og Anna Romanska fulltrúi foreldra mættu á fundinn í fjarfundi frá Raufarhöfn. Frida Elisabeth kynnti breytingu á skóladagatali Grunnskólans á Raufarhöfn en vegna 50 ára afmælis skólahússins var árshátíð skólans frestað til 30. mai og hún haldin í tengslum við afmælishátíð skólahússins sem verður þann 31. maí. Breytingin er gerð í fullu samráði við skólasamfélagið á Raufarhöfn og án athugasemda frá skólaráði. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir umrædda breytingu.

10.Grunnskóli Raufarhafnar, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405031Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth kynnti skóladagatal skólaársins 2014-2015 ásamt drögum að starfsáætlun skólans. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið sem lagt er fram án athugasemda. Í starfsáætlun skólans er lagt til að tekið verði upp samstarf við Öxarfjarðarskóla. Grunnskólanemendur frá Raufarhöfn sæki kennslu í Öxarfjarðarskóla einn dag í viku í fylgd með kennara. Fyrirkomulagið rúmast innan fjárhagsáætlunar skólans. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur enda verði fyrirkomulag og nánari útfærsla unnin í samstarfi við foreldra og starfsmenn Grunnskóla Raufarhafnar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir tilboðum vegna aksturs skólabarna frá Raufarhöfn í Öxarfjarðarskóla einn dag í viku skólaárið 2014-2015.

11.Grunnskóli Raufarhafnar, sumaropnun leikskóla

Málsnúmer 201405037Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth lagði fram erindi þar sem að fram kemur að vegna aukins fjölda barna á leikskóla er þörf fyrir þjónustu leikskóla sumarið 2014. Frida óskar eftir heimild til sumaropnunar, kostnaður vegna sumaropnunar er um kr. 700.000 og er óskað eftir viðbótarframlagi til að mæta þeim kostnaði. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu en ítrekar að ekki er unnt að kalla eftir viðbótarfjárheimildum til málaflokksins. Á fjárhagslið 04-591, aðrir skólar og fræðslustarfsemi, er svigrúm til hagræðingar, komi til fjárþarfar vegna sumaropnunar leikskóla á Raufarhöfn verði henni mætt með tilfærslu fjármagns af þeim lið. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 18:10

12.Ytra mat á skólastarfi í Norðurþingi

Málsnúmer 201310030Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja tillögur að gátlista vegna ytra eftirlits sveitarfélagsins með skólum innan þess ásamt viðmiðum um efnistök starfsáætlana og ársskýrslna skóla. Tillögurnar hafa hlotið umfjöllun á fundi forstöðumanna á fræðslu- og menningarsviði auk þess sem skólastjórar hafa lagt þær til umsagnar í skólasamfélagi á hverjum stað. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggandi tillögur að teknu tilliti til athugasemda og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kynna skólastjórum þá ákvörðun. Starfað verði samkvæmt þessum tillögum frá og með næsta skólaári.

13.Kennarar, fagstétt á krossgötum ráðstefna 12.-14. ágúst 2014

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Árið 2014 fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni, af því tilefni verður haldin ráðstefna í Reykjavík 12. -14. ágúst undir yfirskriftinni "Kennarar framtíðar-fagstétt á krossgötum." Markmið ráðstefnunnar er að efla norrænt samstarf um faglega starfsþróun kennara. Dagskrá ráðstefnunnar lögð fram til kynningar.

14.Málræktarsjóður, tilnefning á aðalfund 2014

Málsnúmer 201404076Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 6. júní, fyrir nefndinni liggur erindi þar sem kallað er eftir tilnefningu fulltrúa Norðurþings á fundinn. Fræðslu- og menningarnefnd telur ekki ástæðu til að tilnefna fulltrúa á fundinn að þessu sinni.

15.Lista- og menningarsjóður, gjöf og kaup á listaverki

Málsnúmer 201404069Vakta málsnúmer

Á sýningu Kára Sigurðssonar í Safnahúsinu á Húsavík 16. - 24. apríl s.l. tóku fræðslu- og menningarfulltrúi og formaður fræðslu- og menningarnefndar ákvörðun um kaup á listaverkinu "Í morgunskugga". Nefndin hafði áður falið þeim að sækja sýninguna og taka ákvörðun um kaup á verki. Á sömu sýningu gáfu hjónin Kári Sigurðsson og Brynja Pálmadóttir leikskólanum Grænuvöllum verkið "Sumar hjá hænsnunum." Fræðslu- og menningarnefnd þakkar veglega gjöf. Verkin hafa verið skráð í listaverkaskrá sveitarfélagsins.

16.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerð 81. fundar framkvæmdaráðs Þekkingarnets Þingeyinga og fundargerð 82. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.