Fara í efni

Sjúkraflutningar í Norðurþingi

Málsnúmer 201410116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014

Á fund bæjarráðs mættu Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Ásgeir Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSN, en stofnunin hefur átt í erfiðleikum með að manna stöðu sjúkraflutningamanna á Raufarhöfn, Kópaskeri og Þórshöfn. Að hluta til stafar þetta af fækkun íbúa á svæðinu og að hluta til vegna aukinna krafna til menntunar sjúkraflutningamanna. Til að mæta þessu hefur vaktsvæði bíls á Húsavík verið fært út að Lundi þ.e. út fyrir Jökulsá á Fjöllum. Þá er nú tvöföld vakt á sjúkrabílum á Þórshöfn og skiptst er á um að hafa vakt á bílunum á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Fyrir utan núverandi stöðu þ.e. skort á menntun sjúkraflutningamanna þá eru sjúkraflutningar í norður sýslunni fáir á hverju ári sem stendur þjálfun fyrir þrifum. Nýjar kröfur eru gerðar til menntunar sjúkraflutningamanna valda því að nær ómögulegt er að finna aðila á svæðinu sem treystir sér í það nám sem nauðsynlegt er. Það er því þarft að breyta þessari þjónustu.

Tillagan sem unnið er með er sú að einungis verði mannaðir sjúkrabílar á Þórshöfn og Húsavík. Á Raufarhöfn og Kópaskeri yrði þá komið upp vettvangsliðakerfi. Myndi heilbrigðisþjónustan kosta þjálfun allt að 6-8 einstaklinga á hverjum stað. Vettvangsliði fær ákveðna grunnþjálfun til að veita fyrstu hjálp meðan beðið er eftir lækni og sjúkraflutningsmönnum. Fulltrúar HSN hafa verið í sambandi við Grím Kárason, Slökkviliðsstjóra Norðurþings um samstarf um mönnun vettvangsliða kerfisins þ.e. að þeir sem eru í slökkviliði Norðurþings tækju þetta hlutverk að sér. HSN mun kosta þjálfun allt að 6-8 manna á hverjum stað, standa fyrir árlegri endurþjálfun og útvega slökkviliðinu bíla sem geta nýst til fleiri verkefna. HSN myndi borga kostnað vegna útkalla.
HSN mun ekki spara á þessari breytingu enda er það ekki markmiðið. Sjúkraflutningum mun ekki fækka heldur flyst hann á þau tvö lið sem eftir verða.
Það er trú okkar að með þessum breytingum standi eftir betri neyðarþjónusta og öflugra slökkvilið.

HSN getur hinsvegar ekki haldið áfram með verkefnið án formlegs samstarfs við Norðurþing.

Bæjarráð þakkar Jóni Helga og Ásgeiri fyrir góða yfirferð og kynningu.

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Með samningi þeim sem nú liggur fyrir byggðarráði er greint á um að Slökkvilið Norðurþings skuli annast sjúkraflutninga fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík eins og nánar er lýst, á þjónustusvæði HSN-Húsavík. Slökkvilið Norðurþings munu annast framkvæmd samningsins en áætlaður heildarfjöldi sjúkraflutninga á starfssvæðinu er áætlaður um 400 á ársgrundvelli. Meginverkefni þessa samnings snýr að mönnun slökkviliðs Norðurþings á sjúkrabíl 2 hjá HSN-Húsavík (2. viðbragð), og leggur slökkviliðið til þess mannskap. Jafnframt verða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á vegum Norðurþings tiltækir til afleysinga á bíl 1 eins og verið hefur auk þess sem sjúkraflutningamenn á vegum HSN munu styrkja slökkviliðið með því að ganga í gegnum grunnmenntun í brunavörnum. Samstarfssamningnum er ætlað að verða ánægjulegt og öflugt skref í átt að enn tryggari sjúkraflutningaþjónustu og eldvörnum á svæðinu.
Grímur Kárason sat fundinn undir þessum lið. Sveitarstjóra falið að uppfæra samninginn og leggja fyrir fylgiskjöl vegna málsins á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 257. fundur - 12.07.2018

Afstaða byggðarráðs til samnings milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og Slökkviliðs Norðurþings verður rædd. Slökkviliðsstjóri kemur til fundarsins og gerir grein fyrir helstu markmiðum samningsins og minnisblaði sem liggur fyrir fundinum þessu tengt.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Samningurinn er samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.