Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

257. fundur 12. júlí 2018 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging íbúðahúsnæðis við Útgarð

Málsnúmer 201807053Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu mála er snúa að uppbygging íbúðahúsnæðis við Útgarð á Húsavík. Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sem sveitarstjóri leggur fram sem og fundargerðir og gögn er snúa að Leigufélagi Hvamms ehf. og varða málið. Til fundarins kemur Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og fer yfir álit sem hann skilaði inn vegna málsins og tekið hefur verið fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings.
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018

Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Leigufélags Hvamms ehf. frá 4. júlí s.l.
Lagt fram til kynningar.

3.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017-2018

Málsnúmer 201702089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra Húsavík sf. frá 4. júlí s.l.
Lagt fram til kynningar.

4.Sjúkraflutningar í Norðurþingi

Málsnúmer 201410116Vakta málsnúmer

Afstaða byggðarráðs til samnings milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og Slökkviliðs Norðurþings verður rædd. Slökkviliðsstjóri kemur til fundarsins og gerir grein fyrir helstu markmiðum samningsins og minnisblaði sem liggur fyrir fundinum þessu tengt.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Samningurinn er samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

5.Framlenging á samningi um endurskoðun 2018-2019

Málsnúmer 201807028Vakta málsnúmer

Samningur um endurskoðun á ársreikningum Norðurþings er nú runninn út og liggur fyrir byggðarráði að taka ákvörðun um framlengingu hans. Framlengingin má mest vera til tveggja ára í samræmi við sveitarstjórnarlög, eða vegna endurskoðunar áranna 2018 og 2019.
Byggðarráð samþykkir að framlengja samning við Deloitte um endurskoðun Norðurþing í tvö ár.

6.Fyrirspurn um rekstrarstöðu, samanburður við fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2018

Málsnúmer 201807054Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um rekstrarstöðu í samaburði við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir ársins 2018. Óskað er eftir heildstæðu yfirliti á áætlunum ásamt samanburði á rauntölum fyrir rekstur, framkvæmdir og viðhald.
Lagt fram til kynningar.

7.Fyrirspurn um tímabilsgreindar viðskiptakröfur

Málsnúmer 201807055Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um tímabilsgreindar viðskiptakröfur. Óskað er eftir yfirliti yfir kröfur sem eru hærri en 500.000 fyrir síðustu 3 mánuði, 6 mánuði og eldri en 12 mánuði, sundurliðað eftir einstaklingum og lögaðilum.
Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirspurn um yfirlit samninga fyrir 2016-2018

Málsnúmer 201807057Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um yfirlit samninga fyrir 2016-2018. Óskað er eftir yfirliti yfir alla samninga sem hafa verið gerðir á þessu tímabili og eins hvaða samningar eru í vinnslu/ólokið.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um framlengingu samnings vegna lóðarinnar að Dvergabakka 4

Málsnúmer 201807040Vakta málsnúmer

Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. júlí s.l. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að PCC BakkiSilicon verði veitt áframhaldandi afnot af lóðinni að Dvergabakka 4 og að umræddir skálar fái að standa til ársloka 2021. Ráðið hefur einnig kynnt sér drög að viðbótarsamningi vegna lóðarinnar og fellst á ákvæði hans.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Skipulags- og framkvæmdaráð - 2

Málsnúmer 1806008FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 2. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 3. júlí s.l.
Lagt fram til kynningar.
12. liði fundargerðarinnar var frestað á síðasta fundi byggðrráðs, þann 5. júlí s.l., en er nú samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 3

Málsnúmer 1807002FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 10. júlí s.l.
Til máls tóku undir lið 2 Bergur Elías og Silja. Undir 9. lið tóku til máls Kristján Þór, Silja, Kolbrún Ada, Guðbjartur, Bergur Elías og Helena Eydís.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.